Haukar - Tindastóll annað kvöld

Helgi Freyr í þriggjastiga skoti, vonandi setur hann nokkra annað kvöld. Mynd: Hjalti Árna,
Helgi Freyr í þriggjastiga skoti, vonandi setur hann nokkra annað kvöld. Mynd: Hjalti Árna,

Þá er komið að síðasta leik deildarinnar veturinn 2016-2017. Okkar menn renna suður yfir heiðar á morgun og eiga þar leik gegn Haukum í Chenkerhöllinni. 

Við erum sem stendur í 2. sæti deildarinnar en Haukar, sem hafa barist fyrir lífi sínu í deildinni, hafa nú þegar tryggt veru sína þar og sitja í 10. sæti.

Búast má við hörkuleik í Chenkerhöllinni og hvetjum við alla stuðningsmenn okkar til að mæta í Hafnarfjörðinn til að styðja við okkar menn.

Áfram Tindastóll!!