31.07.2013
Búið er að færa leikinn til fimmtudags og byrjar hann klukkan 18:00. Mikilvægur leikur hjá strákunum og vonumst við eftir að sjá sem flesta styðja strákana í leiknum. Þróttur er í 10.sæti deildarinnar en okkar strákar eru í 9.sæti svo þinn stuðningur skiptir máli. Mætum á völlinn og styðjum strákana. Áfram Tindastóll
Lesa meira
30.07.2013
Læti voru á Mærudögum þegar Tindastóll heimsótti Völsung í 13.umferð. Tindastóll skoraði þrjú mörk, Völsungur skoraði tvö mörk og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Flottur sigur en næsti leikur verður heimaleikur á fimmtudaginn gegn Þrótti.
Lesa meira
29.07.2013
Aðalhluti „Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum 2013“ fór fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Keppendur voru um 150, þar af 5 frá UMSS. Björn Margeirsson varð í 2. sæti í 1500m hlaupi og Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 100m hlaupi.
Lesa meira
26.07.2013
"Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 2013", aðalhluti, fer fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir til leiks.
Lesa meira
21.07.2013
Tindastóll tók á móti Leikni á Sauðárkróksvelli en þetta var fyrsti leikur seinni umferðar. Fyrri viðureign þessara liða endaði með 1 – 1 jafntefli á gervigrasvellinum í Breiðholtinu.
Lesa meira
20.07.2013
„Eldri“ og yngri Skagfirðingar keppa á frjálsíþróttamótum um helgina.
„MÍ-öldunga“ stendur yfir á Sauðárkróksvelli, og stór hópur unglinga keppir á „Sumarleikum HSÞ“ að Laugum.
Lesa meira
19.07.2013
Tveir hlutar "Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum" fara fram á Sauðárkróksvelli helgina 20. - 21. júlí.
Lesa meira
16.07.2013
Tindastóll tapaði í kvöld gegn BI/Bol á Ísafirði, lokatölur 2-0.
Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu en þær ætla að reynast okkur erfiðar í sumar. Seinna markið kemur eftir að við missum boltann klaufalega og þeir refsa okkur. Næsti leikur er heimaleikur gegn Leikni. Nú bara að rífa sig upp og gera betur næst.
Lesa meira
16.07.2013
Eins og undanfarin ár stendur UMFÍ fyrir frjálsíþróttaskóla á Sauðárkróki. Skólinn stendur nú yfir 22.- 26.júlí, undir stjórn Árna Geirs Sigurbjörnssonar. Skólinn er jafnt fyrir krakka sem hafa stundað frjálsíþróttir, og þau sem viljast kynnast íþróttunum.
Lesa meira
13.07.2013
Annar heimaleikur tímabilsins var í gær og unnu strákarnir glæsilegan 2-1 sigur á liðinu í 2.sæti deildarinnar. Fín stemmning myndaðist í stúkunni og áhorfendur skemmtu sér konunglega í rigningunni í gær. Næsti heimaleikur er um helgina þegar Leiknismenn koma í heimsókn. En sá leikur verður auglýstur síðar.
Lesa meira