04.01.2013
Við hátíðlega athöfn í Kjarnanum í gær afhenti Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood, Ungmennafélaginu Tindastóli, nýja 17 farþega rútu að gjöf. Það var Gunnar Þór Gestsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins.
Lesa meira
04.01.2013
Domino's deildin heldur nú áfram eftir hátíðarnar og hefur Tindastóll nýtt ár með útileik við Íslandsmeistara Grindvíkinga í kvöld. Strákarnir ljúka svo fyrri umferðinni með frestuðum heimaleik við Skallagrím á fimmtudaginn í næstu viku.
Lesa meira
03.01.2013
Æfingar Íslandsmótsflokkanna hefjast samkvæmt æfingatöflu í dag, en minni- og míkróboltaflokkarnir hefja sínar æfingar á morgun og þá tekur körfuboltaskólinn til starfa á nýjan leik á sunnudaginn.
Lesa meira
02.01.2013
Búið er að ákveða að frestað Króksamót, frá því í nóvember, verði haldið laugardaginn 12. janúar n.k.
Lesa meira
01.01.2013
Helgi Rafn Viggósson var tilnefndur körfuknattleiksmaður ársins af stjórn körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2012. Fékk Helgi viðurkenningu afhenta í hófi þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls voru útnefndir.
Lesa meira
24.12.2012
Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar iðkendum sínum, foreldrum, þjálfurum og stuðningsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira
22.12.2012
Búið er að setja frestaðan Skallagrímsleik á dagskrá fimmtudaginn 10. janúar í Síkinu. Leiknum var frestað í nóvember vegna veðurs.
Lesa meira
18.12.2012
Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu.
Lesa meira
17.12.2012
Nú þegar jólafríið nálgast er rétt að koma á framfæri vinnureglum unglingaráðs varðandi æfingar yngri flokkanna í jólafríinu.
Lesa meira
14.12.2012
Alls hafa 8 leikmenn yngri flokkanna verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-15 og U-16 ára landsliðanna á milli jóla og nýárs, þar af eru sjö stúlkur.
Lesa meira