22.02.2013
Tindastólsmenn sóttu ekki gull í greipar þeirra Suðurnesjamanna í Keflavík í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik og séns alveg fram í byrjun fjórða leikhluta, datt botninn úr leik okkar manna og þeir töpuðu 98-73.
Lesa meira
21.02.2013
Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í Sláturhúsið á föstudag í Domino's deildinni sem nú fer aftur af stað eftir hlé sem var gert vegna bikarúrslitanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV og stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli.
Lesa meira
20.02.2013
3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.
Lesa meira
18.02.2013
Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.
Lesa meira
15.02.2013
Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls, tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppni stúlknaflokks í Síkinu á sunnudaginn kl. 14.
Lesa meira
12.02.2013
Rétt er að benda á það að æfingar verða með hefðbundnu sniði í vetrarfríinu sem verður núna út vikuna í skólanum. Þó fellur morgunæfing fimmtudagsins niður.
Lesa meira
11.02.2013
Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.
Lesa meira
10.02.2013
Leikur Skallagríms og Tindastóls hefst eftir nokkrar mínútur. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og á breiðtjaldi á Mælifelli, þar sem körfuknattleiksdeildin fær 25% af veitingasölu.
Lesa meira
08.02.2013
Sannkallaður fjögurra stiga leikur var háður í Skagafirðinum í kvöld þegar úrvalslið Grafarvogs mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Fyrir leikinn var Tindastóll á botni deildarinnar með sex stig en Fjölnir ekki langt á undan með átta stig. Húfið var því mikið í kvöld og þá sérstaklega fyrir Tindastólsstrákana sem máttu algjörlega engan veginn við því að tapa þessum leik.
Lesa meira
07.02.2013
Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn hér á heimavelli.
Lesa meira