Fréttir

Tap í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn sóttu ekki gull í greipar þeirra Suðurnesjamanna í Keflavík í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik og séns alveg fram í byrjun fjórða leikhluta, datt botninn úr leik okkar manna og þeir töpuðu 98-73.
Lesa meira

Domino's deildin af stað aftur eftir bikarhlé

Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í Sláturhúsið á föstudag í Domino's deildinni sem nú fer aftur af stað eftir hlé sem var gert vegna bikarúrslitanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV og stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli.
Lesa meira

3. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna lýkur um helgina

3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.
Lesa meira

Tap hjá stúlknaflokki gegn Keflavík í bikarnum

Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.
Lesa meira

Bikarleikur hjá stúlknaflokki heima á sunnudag

Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls, tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppni stúlknaflokks í Síkinu á sunnudaginn kl. 14.
Lesa meira

Æfingar skv æfingatöflu í vetrarfríinu

Rétt er að benda á það að æfingar verða með hefðbundnu sniði í vetrarfríinu sem verður núna út vikuna í skólanum. Þó fellur morgunæfing fimmtudagsins niður.
Lesa meira

Massasigur í Fjósinu í gær

Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.
Lesa meira

Leikurinn við Skallagrím á Sport-TV

Leikur Skallagríms og Tindastóls hefst eftir nokkrar mínútur. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og á breiðtjaldi á Mælifelli, þar sem körfuknattleiksdeildin fær 25% af veitingasölu.
Lesa meira

Fjölnir lagðir í Síkinu

Sannkallaður fjögurra stiga leikur var háður í Skagafirðinum í kvöld þegar úrvalslið Grafarvogs mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Fyrir leikinn var Tindastóll á botni deildarinnar með sex stig en Fjölnir ekki langt á undan með átta stig. Húfið var því mikið í kvöld og þá sérstaklega fyrir Tindastólsstrákana sem máttu algjörlega engan veginn við því að tapa þessum leik.
Lesa meira

Fjölnir í heimsókn í Domino's deildinni á föstudag

Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn hér á heimavelli.
Lesa meira