Fréttir

Yfirlýsing frá stjórn körfuknattleiksdeildar

"Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls harmar þær umræður sem orðið hafa um ungan og efnilegan leikmann sem Tindastóll fékk í sínar raðir fyrir tímabilið, Sigtryggs Arnars Björnssonar, og nýleg samskipti stjórnar og þjálfara við hann. Sú krafa sem gerð er til liðs í efstu deild í hópíþrótt leiðir vissulega til þess að gerðar eru ríkar kröfur til leikmanna og krefst þess að gott traust sé á milli leikmanna, þjálfara og stjórnar. Það er því ekki óalgengt að einhver málefni komi upp sem talið er þörf á að taka á í samskiptum við leikmenn, en jafnframt leiðinlegt þegar umræða verður hávær og óvægin án allra upplýsinga um málið. Ekki er ætlunin að tíunda þau atriði sem urðu þess valdandi að ákveðinn brestur kom í samstarf félagsins og Sigtryggs Arnars, en eftir skoðun á málavöxtum hefur náðst full sátt og ekki um nein óleyst mál að ræða milli félagsins og hans.“
Lesa meira

Tarick Johnson til Tindastóls

Körfuknattleiksdeildin hefur tryggt sér starfskrafta bakvarðarins Tarick Johnson út þetta tímabil. Johnson er um 190 cm á hæð og getur spilað hvort sem er stöður leikstjórnanda eða skotbakvarðar. Hann er með breskt vegabréf.
Lesa meira

Enginn körfuboltaskóli eða æfingar á sunnudaginn

Vegna frágangs í íþróttahúsinu eftir þorrablót og fjarveru þjálfara körfuknattleiksdeildar, fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudag.
Lesa meira

Domino´s deildin af stað aftur

Nú er Domino's deildin að fara af stað aftur eftir hléið sem var gert á henni vegna Stjörnuleiks KKÍ. Verkefni Tindastóls eru ærin á næstunni, þrír gríðarlega mikilvægir leikir gegn liðum sem eru á svipuðum slóðum í töflunni.
Lesa meira

Morgunmatinn í rúmið á sunnudaginn?

Meistaraflokkur og unglingaráð ætla í sameiningu að efna til fjáröflunar í samvinnu við Sauðárkróksbakarí, með því að bjóða fólki upp á að fá morgunverð sendan heim á sunnudaginn.
Lesa meira

Fjölliðamótin af stað aftur

Þriðja umferð Íslandsmóts yngri flokkanna hefst um helgina og eru fjórir yngri flokkar á ferðinni þessa fyrstu mótahelgi eftir áramót. Það eru stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur drengja.
Lesa meira

10. drengja og drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Lesa meira

Bikarleikir í dag og á morgun

Í kvöld verður bikarleikur hér heima þegar KR-ingar koma í heimsókn í 10. flokki drengja. Á morgun heldur svo drengjaflokkurinn til Þorlákshafnar og spilar þar við Þór/Hamar.
Lesa meira

Magnaður sigur á KR-ingum í kvöld

Tindastóll sótti sér frekar óvænt stig í Síkinu í kvöld gegn heitasta liði deildarinnar KR. Eftir mikla baráttu, góðar varnir beggja liða og æsispennandi lokamínútur, lönduðu heimamenn sanngjörnum sigri 72-67.
Lesa meira

KR-ingar í heimsókn í Síkið á fimmtudagskvöld

KR-ingar mæta í Síkið á fimmtudag í 13. umferð Domino's deildarinnar. KR-ingar eru með 16 stig og eru heitasta liðið í dag, hafa unnið fjóra leiki í röð. Á meðan sitja okkar menn sem fastast á botninum, með 4 stig.
Lesa meira