Fréttir

Lengjubikarinn heldur áfram

Þó Tindastóll eigi ennþá eftir að landa sigri í Domnio's deildinni, hafa strákarnir unnið báða sína leiki í Lengjubikarnum og það hafa Stjörnumenn einnig gert, en þeir koma í heimsókn í Síkið á morgun sunnudag.
Lesa meira

Körfuboltadagskrá helgarinnar

Fyrstu umferð fjölliðamóta Íslandsmótsins lýkur um helgina, en þá taka 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja þátt í sínum fyrstu mótum þetta árið. Helginni lýkur svo með leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.
Lesa meira

Grátlegt tap í Grafarvoginum

Tindastóll tapaði rétt í þessu fyrir Fjölni í Grafarvogi 75-72. Jafnt var á nánast hverri einustu tölu allan leikinn en því miður voru það Fjölnismenn sem voru yfir þegar flautan gall. Fjögur töp í fyrstu fjóru leikjunum, sem þýðir bara að það styttist í fyrstu stigin.
Lesa meira

Fjölnir úti í Domino's deildinni í kvöld, Stjarnan heima í Lengjubikarnum á sunnudaginn

Tindastóll leikur sinn fjórða leik í Domino's deildinni í kvöld þegar strákarnir heimsækja Fjölni. Nú þurfa strákarnir að fylgja eftir góðum leik gegn Fjölni á dögunum í Lengjubikarnum og koma sér á sigurbraut í deildinni.
Lesa meira

Yfirlit fjölliðamóta um síðustu helgi

Það voru þrír flokkar sem tóku þátt í fjölliðamótum um síðustu helgi. Þetta voru 10. flokkur drengja sem spilaði heima í B-riðli, 9. flokkur stúlkna sem spilaði á Flúðum í A-riðli og 7. flokkur drengja sem tók þátt í D-riðilsmóti í Reykjavík.
Lesa meira

Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Vegna dansmaraþons 10. bekkjar falla allar körfuboltaæfingar í íþróttahúsinu niður fimmtudaginn 25. október. Og vegna fjölliðamóts um næstu helgi fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudaginn.
Lesa meira

Skemmtileg umfjöllun og viðtöl á karfan.is frá 7. flokks mótinu um helgina

Karfan.is brá sér í Kennaraháskólann um helgina þar sem okkar drengir í 7. flokki voru að spila í D-riðli Íslandsmótsins.
Lesa meira

Tindastólssigur í Smáranum

Tindastóll heimsótti Breiðablik í Lengjubikarnum í gærkvöldi og fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi 76-59.
Lesa meira

Tindastóll-Breiðablik í kvöld

Til stóð að sýna frá leik Tindastóls og Breiðabliks í Lengjubikarnum á Kaffi Krók í kvöld en leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Ekki verður af útsendingunni sökum tæknivandamála fyrir sunnan.
Lesa meira

Ísfirskur sigur í Síkinu

Tindastóll tapaði fyrir KFÍ með allt í allt þremur stigum í kvöld 83-86. Leikurinn var jafn og spennandi en Ísfirðingar voru með heitari hendur þegar skipti mestu máli og fara því brosandi heim á Ísafjörð, tilbúnir að vakna snemma og taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun af heilum hug.
Lesa meira