Fréttir

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Lesa meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira

Petur Rúnar íþróttamaður Tindastóls 2017

Á sameiginlegri samkomu Tindastóls og UMSS sem haldin var 27. desember sl. var Pétur Rúnar Birgisson valinn Íþróttamaður Tindastóls 2017.
Lesa meira

Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Ísak Óli Traustason
Lesa meira

Ása María og Arnór Freyr hlutu viðurkenningar frá UMSS fyrir Júdó

Ása María Sigurðardóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson hlutu í kvöld viðurkenningar UMSS sem ungt og efnilegt íþróttafólk fyrir Júdó.
Lesa meira

Jólafrí í körfunni

Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira

Jólamót Tindastóls í Júdó 2017

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Keppendur voru 22 frá fjögurra til sautján ára.
Lesa meira

Tsvetan hlaut afreksbikar

Tsvetan Tsvetanov Michevski hlaut í dag afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á vorönn - nýtt greiðslufyrirkomulag í boði.

Nú er búið að opna fyrir skráningu í fótboltann á vorönn. Æfingar hefjast á ný þann 10. janúar nk og lýkur önninni 31. maí.
Lesa meira

Sunddeild bíður foreldrum barna 1-5 bekk sem æfa sund, að koma og horfa á sundæfingu í dag 13.desember miðvikudag

Lesa meira