Fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin á nýjum gervigrasvelli Sauðárkróks

Fyrr í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki!
Lesa meira

Fjör á foreldraæfingu Júdódeildarinnar

Foreldraæfing haustannar var haldin í dag hjá Júdódeild Tindastóls með yfir þrjátíu þátttakendum.
Lesa meira

Stólarnir komnir áfram í Maltbikarnum

Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Lesa meira

Súrsætur sigur að Hlíðarenda

Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Lesa meira

Nóg um að vera hjá yngri flokkum um helgina

Um helgina byrja mótin að rúlla hjá yngri flokkum Tindastóls og eru 7 flokkur drengja að spila í Grindavík og 9 flokkur stúlkna í Síkinu.
Lesa meira

ÍR-ingar gáfu Tindastólsmönnum langt nef

Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Lesa meira

Vetraræfingar frjálsíþróttadeildar eru hafnar

-Hér má sjá æfingatöflur flokkanna
Lesa meira

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Lesa meira

Sundæfingar byrjuðu 25.september 2017

Sunddeild Tindastóls haust 2017 Sundæfingar byrjuðu 25.september. Æfingar hjá 1-2 bekkur byrjuðu 4.október Við tökum þátt í íþróttaviku Evrópu daganna 23-29 september, opnar æfingar og fríar út september og alls konar uppákomur í sundlaug Sauðárkróks á vegum sunddeildar. https://www.beactive.is/ Æfingartafla 1-2 bekkur mánudaga og miðvikudaga kl 16:20-17:00 3-4 bekkur mánudaga kl 17.20-18:10, fimmtudaga kl 16:20-17:10 5-10 bekkur mánudaga kl 18:20-19:20, miðvikudaga 17:30-18:30, fimmtudaga kl 18-19 Ath: Getur tekið breytingum en með fyrirvara 1-2 bekkur skráning er á netfang: sund@tindastoll.is með nafni barns og kt, nafni foreldris og gsm nr. Æfingar byrja 4.október fyrir þennan hóp. ..
Lesa meira

Sunddeild Tindastóls ætlar að fara af stað eftir gott sumarfrí.

Sunddeildin ætlar að fara af stað þetta haustið. Við erum búin að ráða til okkar Evu Maríu Sveinsdóttir ættuð frá Siglufirði hún er 31.ára gömul, býr á Sauðárkróki með Birni Magnúsi Árnasyni og börnum. Eva María kenndi sund hjá sumartími í sumar og er sjálf sundkona, æfði í 8.ár og bjó næstum í sundlauginni sem krakki. Eva María verður þriðji þjálfarinn með Þorgerði Þórhallsdóttir og Árnýju Oddsdóttir sem var hjá okkur sl.vetur. Bjóðum hana velkomna. Stefnan er að byrja í vikunni 25.september en nánari tímasetning kemur síðar og auglýst verður í sjónhorni með tímasetningar. Við ætlum að taka inn 1-2 bekk og halda áfram með hina bekkina. Þetta verður spennandi og skemmtilegur vetur. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja! Stjórnin og þjálfarar
Lesa meira