07.11.2017
Þóra Lisebet Gestsdóttir
Sunddeildin ætlar að bjóða iðkendum sýnum uppá öðruvísi dag en á þurru landi þann 9.nóvember - fimmtudag verður
samveru stund í húsi Frítímans kl. 17:30-19:00 þar horfum við á mynd, borðum popp og djús í boði.
Kveðja!
Þjálfarar Þorgerður Þórhallsdóttir og Eva María Sveinsdóttir.
Lesa meira
07.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Lesa meira
06.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Valur áttust við í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld og var leikið á Hlíðarenda. Stólarnir léku vel í kvöld og náðu strax ágætri forystu. Valsmenn reyndu að klóra sig inn í leikinn fyrir hlé en Stólarnir gáfu ekkert eftir og síðan var bara sýning í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Hester voru frábærir í leiknum með alls 66 stig en lokatölur voru 70-104.
Lesa meira
04.11.2017
Nálægt 500 keppendur mættu til leiks.
Lesa meira
04.11.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Unglingaflokkur drengja og 9 flokkur drengja spila bikarleiki í dag laugardag 4 nóvember
Lesa meira
29.10.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
7 flokkur stúlkna og 9 flokkur drengja með flotta sigra um helgina
Lesa meira
28.10.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Bæði 7 flokkur kvenna og 9 flokkur drengja spila um helgina
Lesa meira
28.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Lesa meira
22.10.2017
Fimm kepptu fyrir hönd Júdódeildar Tindastóls á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó sem fram fór í Grindavík í gær.
Lesa meira
19.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Lesa meira