Fréttir

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum.

- Ísak Óli, Jóhann Björn og Þóranna Ósk.
Lesa meira

Pétur í úrvalsliði síðari umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss.

Góður árangur karlaliðs UMSS.
Lesa meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Lesa meira

Ný stjórn og kraftlyftingadeild hjá UMF Tindastól

Á aðalfundi UMF Tindastóls sem haldinn var í gær var nýr formaður og stjórn kosin. Sitjandi formaður, Sigurður Helgi Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa en í stað hans var Jón Kolbeinn Jónsson kosinn formaður.
Lesa meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Lesa meira

Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls fór fram í gær

Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls var haldinn í mötuneyti FNV í gær.
Lesa meira

Yfirlýsing frá aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls

Í forsíðufrétt Stundarinnar stígur fjöldi kvenna fram og segir frá kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir af hendi fyrrverandi starfsmanns og leikmanns knattspyrnudeildar félagsins. Kemur þessi frétt í kjölfar #MeToo umræðunnar þar sem konur í fjölmörgum greinum stigu fram og sögðu frá sinni reynslu af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi, þöggun og lítilsvirðingu. Konur í íþróttum voru þar á meðal og áttu sumar af þeim sögum sem nístu hjartað hvað mest. Þessar frásagnir kvennanna í Stundinni gerðu það einnig.
Lesa meira

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss

Ísak Óli Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi / 1 gull og 3 silfur til UMSS.
Lesa meira

Sameiginleg æfing með gestum frá Blönduósi og bíóferð

Í dag var sameiginleg æfing allra iðkenda Júdódeildar Tindastóls ásamt iðkendum frá Júdófélaginu Pardusi á Blönduósi.
Lesa meira