Fréttir

Leikjaniðurröðun drengja- og unglingaflokks komin á vefinn

Tindastól teflir bæði fram drengjaflokki og unglingaflokki í vetur og hefur leikjaniðurröðunin nú verið gefin út. Drengjaflokkurinn byrjar hér heima gegn Stjörnunni á sunnudaginn.
Lesa meira

Æfingar á daginn - byggingavinna á kvöldin

Axel Kárason tók þátt í Evrópuævintýri A-landsliðs karla nú á dögunum, þar sem liðið þeyttist út um alla Evrópu og spilaði alls 10 landsleiki heima og heiman á innan við einum mánuði. Hann er leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Værlöse í Kaupmannahöfn og leggur stund á nám í dýralækningum við Kaupmannahafnarháskóla. Okkur lék forvitni á að vita hvernig Axel upplifði stemninguna í landsliðinu og fórum um víðan völl.
Lesa meira

Mótinu aflýst um helgina

Fyrirhuguðu æfingamóti sem vera átti um helgina hefur verið aflýst, þar sem KR-ingar afboðuðu sig á síðustu stundu. Hattarmenn eru hins vegar á leiðinni og verða spilaðir leikir í kvöld og á morgun.
Lesa meira

Æfingamót á föstudag og laugardag

Það verður nóg um að vera í íþróttahúsinu á föstudag og laugardag. Þá verður haldið æfingamót með þátttöku Tindastóls, 1. deildarliðs Hattar frá Egilsstöðum og KR.
Lesa meira

Hættu að hanga ! Komdu að ganga, hjóla eða að synda !.

Hættu að hanga ! Komdu að synda vikuna 1-7.október í sundlaug Sauðárkróks. ,, Allir að taka þátt,, ofl..
Lesa meira

Æfingaleikur við Skallagrím í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur á móti úrvalsdeildarliði Skallagríms úr Borgarnesi í æfingaleik í kvöld kl. 18.15 í Síkinu. Frítt verður inn á leikinn.
Lesa meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar í gærkvöldi

Aðalfundur körfuknattleiksdeildarinnar var haldinn í gærkvöldi. Á fundinum var Þröstur Jónsson kjörinn nýr formaður deildarinnar og samþykkt var að senda meistaraflokk kvenna til leiks í Íslandsmóti á næsta keppnistímabili.
Lesa meira

Tindastóll og KFÍ í samstarf um stúlknaflokk

Tindastóll og Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hafa komið sér saman um að senda sameiginlegt lið til leiks í Íslandsmóti stúlknaflokks í vetur.
Lesa meira

Úrslit komnar á netið frá sprettsundmótinu 20.sept

undir Úrslit og heitir Sprettsundmót 2012. Það fengu allir keppendur viðkenningarskjal með sínum greinum og tímanum.
Lesa meira

Tap og sigur í æfingaleikjum meistaraflokksins - tap hjá stúlknaflokki á Akureyri

Karlalið Tindastóls hélt suður yfir heiðar um helgina og spilaði þar tvo æfingaleiki. Liðið tapaði fyrir ÍR á föstudag, en vann Njarðvík á laugardag. Stelpurnar í stúlknaflokki töpuðu síðan æfingaleik sínum við meistaraflokk Þórs.
Lesa meira