24.11.2012
Þeir stuðningsmenn sem ekki ætla í Hólminn í dag eru hvattir til að hittast á Mælifelli og horfa þar saman á leikinn sem hefst kl. 16.00
Lesa meira
23.11.2012
Tindastóll vann frækinn og sanngjarnan sigur á Þórsurum 82-81 á þessu fallega föstudagskvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Tindastóll var þó með undirtökin mest allan leikinn. Í lokin var leikurinn æsi-æsi-æsi spennandi en okkar menn höfðu það fyrir rest til allrar hamingju. Næsta verkefni, úrslitaleikurinn í Lengjubikarnum 2012.
Lesa meira
22.11.2012
Það hefur varla farið fram hjá neinum að meistaraflokkur karla hefur unnið sér þátttökurétt í lokakeppni Lengjubikarsins, sem leikin verður á föstudag og laugardag í Stykkishólmi. Tveir yngri flokkar ljúka svo 2. umferð fjölliðamótanna um helgina.
Lesa meira
22.11.2012
Það voru þrír yngri flokkar sem tóku þátt í 2. umferð Íslandsmótsins um síðustu helgi. Þetta voru 9. flokkur stúlkna, 10. flokkur drengja og 7. flokkur drengja sem lék heima. Leik Tindastóls og Hauka í unglingaflokki var hins vegar frestað.
Lesa meira
19.11.2012
Tindastóll komst upp úr C - riðli Lengjubikarsins þrátt fyrir tap í lokaleik riðilsins gegn Stjörnunni, leikar fóru 98 - 86.
Lesa meira
18.11.2012
Rúnar Sigurjónsson Króksari og fyrrv. leikmaður Tindastóls spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Andorra á Miðvikudaginn. Rúnar er samningsbundinn Val í dag, en miklar líkur eru á því að drengurinn verði kominn útí atvinnumennskuna áður en langt um líður. Við óskum Rúnari auðvitað til hamingju með landsleikinn og markið.
Lesa meira
18.11.2012
Tindastóll getur tryggt sér sæti í lokakeppni Lengjubikarsins í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í Garðabænum í lokaleik riðilsins.
Lesa meira
17.11.2012
“Silfurleikar ÍR” fóru fram í Reykjavík 17. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu, sem var mjög fjölmennt, keppendur um 660 talsins.
Lesa meira
17.11.2012
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin knattspyrnustjóri yngri flokka Tindastóls.
Lesa meira
16.11.2012
Það verður annasöm helgi hjá yngri flokkum Tindastóls nú um helgina, alls spila 4 flokkar í Íslandsmóti, þar af einn hérna heima. Strákarnir í meistaraflokknum slaufa svo helginni með afar mikilvægum leik í Lengjubikarnum gegn Stjörnunni, sem mun skera úr um hvort liðið kemst í "final four" í keppninni.
Lesa meira