Fréttir

Körfuboltadagskrá helgarinnar

Fyrstu umferð fjölliðamóta Íslandsmótsins lýkur um helgina, en þá taka 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja þátt í sínum fyrstu mótum þetta árið. Helginni lýkur svo með leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.
Lesa meira

Grátlegt tap í Grafarvoginum

Tindastóll tapaði rétt í þessu fyrir Fjölni í Grafarvogi 75-72. Jafnt var á nánast hverri einustu tölu allan leikinn en því miður voru það Fjölnismenn sem voru yfir þegar flautan gall. Fjögur töp í fyrstu fjóru leikjunum, sem þýðir bara að það styttist í fyrstu stigin.
Lesa meira

Fjölnir úti í Domino's deildinni í kvöld, Stjarnan heima í Lengjubikarnum á sunnudaginn

Tindastóll leikur sinn fjórða leik í Domino's deildinni í kvöld þegar strákarnir heimsækja Fjölni. Nú þurfa strákarnir að fylgja eftir góðum leik gegn Fjölni á dögunum í Lengjubikarnum og koma sér á sigurbraut í deildinni.
Lesa meira

Yfirlit fjölliðamóta um síðustu helgi

Það voru þrír flokkar sem tóku þátt í fjölliðamótum um síðustu helgi. Þetta voru 10. flokkur drengja sem spilaði heima í B-riðli, 9. flokkur stúlkna sem spilaði á Flúðum í A-riðli og 7. flokkur drengja sem tók þátt í D-riðilsmóti í Reykjavík.
Lesa meira

Muna að skrá í TÍM

Þetta er skráningar-og innheimtukerfi til þess að halda utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi. Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir.
Lesa meira

Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Vegna dansmaraþons 10. bekkjar falla allar körfuboltaæfingar í íþróttahúsinu niður fimmtudaginn 25. október. Og vegna fjölliðamóts um næstu helgi fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudaginn.
Lesa meira

Skemmtileg umfjöllun og viðtöl á karfan.is frá 7. flokks mótinu um helgina

Karfan.is brá sér í Kennaraháskólann um helgina þar sem okkar drengir í 7. flokki voru að spila í D-riðli Íslandsmótsins.
Lesa meira

Tindastólssigur í Smáranum

Tindastóll heimsótti Breiðablik í Lengjubikarnum í gærkvöldi og fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi 76-59.
Lesa meira

Súpufundur 29.október kl. 17-19 í Hús frítímans ATH breytt dagssetning

Kynnum vetrastarfið, mót og fl. sem verður hjá okkur í vetur. Fyrir sundiðkendur,foreldra og systkini. Ath: Súpufundur sem átti að vera 25.október á fimmtudag færist yfir á mánudag 29.október kl: 17-19 í hús frítímans. Þrektími fellur niður þá á mánud 29.októ. Látið þetta berast.. (vegna dansmaraþon hjá 10.bekk þennan dag 25.október færum við fundinn.) Hlökkum til að sjá sem flesta.. Kveðja! Stjórnin.
Lesa meira

Tindastóll-Breiðablik í kvöld

Til stóð að sýna frá leik Tindastóls og Breiðabliks í Lengjubikarnum á Kaffi Krók í kvöld en leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Ekki verður af útsendingunni sökum tæknivandamála fyrir sunnan.
Lesa meira