04.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Tindastóll lék seinni leik sinn í forkeppni FIBA Europe Cup í kvöld þegar liðið mætti kósovóska liðinu BC Trepca. Trepca eru silfurhafar kósovósku deildarinnar og hafa tekið þátt í Evrópukeppni undanfarin ár.
Leikurinn í kvöld var barátta frá fyrstu mínútu og Tindastólsmenn sýndu strax að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Barátta strákanna skilaði þeim verðskuldaðri 5 stiga forystu í hálfleik. Kósovóarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og þjörmuðu að Tindastólspiltunum með sínum þekkta líkamlega styrk. Í fjórða leikhluta sigu þeir aðeins lengra fram úr og þá fóru einnig að sjást merki þess að annað liðið hafði spilað leik kvöldið áður en hitt var að spila sinn fyrsta leik í forkeppninni.
Lesa meira
04.10.2023
Gunnar Traustason
Í dag, miðvikudaginn 4. október leikur Tindastóll sinn annan leik í forkeppni FIBA Europe Cup.
Lesa meira
03.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Það var sannarlega stór stund í sögu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í kvöld þegar karlalið félagsins lék í Evrópukeppni í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega, sigraði heimamenn í Pärnu í Eistlandi 69-62.
Það var Sigtryggur Arnar Björnsson sem skoraði fyrstu körfu Tindastóls við mikinn fögnuð rúmlega 50 áhorfenda sem fylgdu Tindastólsliðnu til Pärnu. Körfurnar létu þó á sér standa í fyrri hálfleik og urðu stigin 26 áður en gengið var til búningsklefa en vörnin sem var frábær hélt gestunum í 35 stigum.
Lesa meira
03.10.2023
Gunnar Traustason
Nú er komið að stórviðburði hjá okkar liði, Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í FIBA Europe Cup í dag, þriðjudag 3. október.
Lesa meira
02.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Á morgun þriðjudag 3. október spilar Tindastóll í forkeppni FIBA Europe Cup í fyrsta sinn. Af því tilefni voru nýir búningar hannaðir sem eru eingöngu notaðir í þessari keppni. Þó svo að búningarnir séu nýir er fyrirmynd búningsins sótt til búningana sem Tindastóll lék í fyrstu árin sín í úrvaldsdeild og vekja vafalaust upp einhverjar minningar hjá fólki frá þessum árum.
Lesa meira
01.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Meistaraflokkur karla lagði land undir fót í morgun og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Þar sem að Tindastóll varð íslandsmeistari í vor áttu þeir rétt ásamt 4 efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Lesa meira
19.09.2023
Þóra Lisebet Gestsdóttir
Í dag 19.september hefjast sundæfingar hjá okkur aftur!
Lesa meira
19.09.2023
Gunnar Traustason
Lesa meira
15.09.2023
Gunnar Traustason
Lesa meira
14.09.2023
Gunnar Traustason
Lesa meira