Fréttir

Smáþjóðaleikarnir

Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi dagana 1.- 6. júní. Tveir Skagfirðingar hafa verið valdir til keppni í íslenska frjálsíþróttaliðinu, Jóhann Björn Sigurbjörnsson keppir í 100m hlaupi og boðhlaupum, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppir í hástökki.
Lesa meira

Páskamót UMSS í frjálsíþróttum

Frjálsíþróttaráð UMSS heldur páskamót í frjálsíþróttum í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 11. apríl og hefst það kl.13.
Lesa meira

Frjálsíþróttafólk úr UMSS

Hópur frjálsíþróttafólks úr UMSS er nú staddur í æfingabúðum í Athens í Georgiu í Bandaríkjunum. Æfingar ganga vel og allt gott að frétta.
Lesa meira

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn í Vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli þriðjudaginn 7. apríl og hefst hann kl. 20:00.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ 2015

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Hafnarfirði 28. febrúar. ÍR-ingar urðu bikarmeistarar, bæði í karla- og kvennaflokki, en Norðlendingar urðu í 3. sæti. Þrír Skagfirðingar kepptu í liði Norðurlands og náðu þau öll sínum besta árangri.
Lesa meira

MÍ 15-22 í frjálsíþróttum innanhúss

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík helgina 21. -22. febrúar. Keppendur voru um 250, þar af voru 12 Skagfirðingar, sem unnu til 10 verðlauna, 2 gull, 3 silfur og 5 brons.
Lesa meira

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,67m, sem er nýtt skagfirskt héraðsmet.
Lesa meira

Stórmót ÍR um helgina

19. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 31. jan. - 1. febrúar og stendur mótið frá kl. 9 - 18 báða dagana. Mótið nú verður það fjölmennasta frá upphafi, en um 800 keppendur eru skráðir til leiks, frá 31 félagi eða sambandi, þar á meðal eru 28 Skagfirðingar.
Lesa meira

Þóranna Ósk sigraði í hástökki

Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Reykjavíkurleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík 17. janúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla.
Lesa meira

Baldur Haraldsson Íþróttamaður Skagafjarðar

UMSS og UMF Tindastóll héldu samkomu í Húsi frítímans á Sauðárkróki 27. desember, þar sem kynntar voru niðurstöður úr vali á „Íþróttamanni Skagafjarðar“ og „Íþróttamanni Tindastóls“ fyrir árið 2014.
Lesa meira