Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum


Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,67m, sem er nýtt skagfirskt héraðsmet. Gamla metið, 1,66m, áttu þær saman Áslaug Helga Jóhannsdóttir og Þóranna Ósk.