Frjálsíþróttafólk úr UMSS


Hópur frjálsíþróttafólks úr UMSS er nú staddur í æfingabúðum í Bandaríkjunum. Hópurinn lagði af stað síðastliðinn sunnudag frá Íslandi og kom á áfangastað í Athens, Georgia, á mánudag.  Um er að ræða níu manna hóp íþróttafólks, ásamt þjálfurunum Sigurði Arnari, Vilborgu og Aroni Má. 

Æfingar hafa gengið vel, enda aðstæður eins og þær gerast bestar til frjálsíþróttaæfinga. Æft er tvisvar á dag, flesta daga, enda verið að undirbúa sig fyrir átök sumarsins. Gengur vel og allt gott að frétta.