MÍ 15-22 í frjálsíþróttum innanhúss


Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fór fram Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 21. -22. febrúar. Keppendur voru um 250, þar af voru 12 Skagfirðingar, sem unnu til 10 verðlauna, 2 gull, 3 silfur og 5 brons.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (18-19) varð meistari í sínum aldursflokki í 60m grind. (9,38sek pm), og hástökki (1,65m), einnig varð hún í 2. sæti í þrístökki (10,79m pm).

Ísak Óli Traustason (20-22) varð í 2. sæti í 60m grind. (8,89sek) og 3. sæti í 60m hlaupi (7,35sek pm).

Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (18-19) varð í 3. sæti í 60m grind. (9,70sek pm) og 3. sæti í hástökki (1,50m).

Sveinbjörn Óli Svavarsson (18-19) varð í 3. sæti í 60m hlaupi (7,45sek) og 3. sæti í 200m hlaupi (24,10sek).

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (16-17) varð í 2. sæti í þrístökki (10,83m).

ÚRSLIT !