Leikur 2 í úrslitaseríunni er á morgun fimmtudag.

Skyldumæting í síkið á morgun. Allir að mæta og hvetja strákana til sigurs og sýnum landsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn eru og það í beinni á stöð2 sport.
Lesa meira

Krambúleraðir krummar og kremkexétandi krókódílar!

Það er full ástæða til að leita í smiðju til hins kjarnyrta Kolbeins Kafteins þegar finna þarf fyrirsögn á skrif um fyrsta leikinn í einvígi KR og Tindastóls um Íslandsmeistaradolluna í körfubolta. Það fór nefnilega flest á annan veg en stuðningsmenn Tindastóls höfðu gert sér vonir um og ljóst að eftir rassskell í Frostaskjólinu þurfa Stólarnir að girða sig í brók og bretta upp ermar fyrir næsta leik.
Lesa meira

KR-TINDASTÓll.....Leikur 1

Miðasala hefst kl:17.00 og verður reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" og því um að gera að mæta mjög tímanlega til að kaupa miða.
Lesa meira

Baráttusigur í kvöld og Stólarnir bruna í úrslitin

Tindastólsmenn stigu upp í kvöld eftir vonda leikinn á mánudag og hentu Haukum úr leik í miklum baráttuleik í Hafnarfirði. Lið Tindastóls náði fljótlega forystunni í leiknum og komust heimamenn aldrei yfir eftir það þó aldrei væri langt í þá. Þeir náðu að jafna leikinn þegar um fimm mínútur voru eftir en þristur frá Pétri virtist gera gæfumuninn og Stólarnir sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 62-69 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Leikur Hauka og Tindastóls verður í beinni útsendingu á haukartv.is

Hvetjum alla skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á Ásvelli 1 í kvöld
Lesa meira

Haukarnir fóru þurrum fótum úr Síkinu eftir frækinn sigur

Það var flatt á flestum hjólum undir Tindastólsrútunni í kvöld þegar Stólarnir mættu baráttuglöðum Haukum í Síkinu. Ljóst var fyrir leik að með sigri væru Tindastólsmenn komnir í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn og sömuleiðis ljóst að Haukarnir urðu að sigra til að halda sér inni í einvíginu. Þessi staða virtist fara betur í gestina sem sýndu sparihliðarnar bæði í sókn og vörn og unnu öruggan sigur, 79-93.
Lesa meira

Tindastóll-Haukar leikur 3. Síkið kl 19:15

Núna viljum við sjá Síkið fyllast af stuðningsmönnum og sýnum landsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn styðja sitt lið.
Lesa meira

Stólarnir komnir í sterka stöðu eftir stórleik Lewis

Tindastólsmenn sýndu Haukum enga miskunn í Schenken-höll þeirra Hafnfirðinga í kvöld þegar heimamenn voru lagðir í parket næsta auðveldlega. Stólarnir áttu góðan leik bæði í vörn og sókn og höfðu yfirhöndina frá byrjun til enda en fremstur í flokki var Darrel Lewis sem var óstöðvandi í fyrri hálfleik. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-0 fyrir Tindastól en þriðji leikur liðanna verður á Króknum á mánudag.
Lesa meira

ATH-ATH. FRÍ SÆTAFERÐ Í HAFNARFJÖRÐINN Á MORGUN.

Sveitafélagið Skagafjörður mun bjóða uppá fría sætaferð á leikinn.
Lesa meira

Sigur hjá drengjaflokki

Lesa meira