KR-TINDASTÓll.....Leikur 1

Kæru stuðningsmenn
Við erum að sjálfsögðu farin að hugsa um leikinn á morgun sem verður í KR-heimilinu og erum með nokkur skilaboð til ykkar.

Miðasala hefst kl:17.00 og verður reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" og því um að gera að mæta mjög tímanlega til að kaupa miða.

Opnað verður inn í sal kl: 18.00 og höfum við fengið úthlutað svæði fyrir okkar fólk. Fyrsti bekkurinn sem er á hægri hönd þegar gengið er inn í salinn er ætlaður okkur sem og bekkir sem verða staðsettir bakvið körfuna (strax til vinstri þegar gengið er inn í salinn).

Lúðrar og trommur eru ekki leyfilegar í húsinu og ber okkur að virða það.

Engin sætaferð verður á leikinn á morgun en ef einhverjir hafa hug á, er hægt að hafa samband við Stefán (barmahlid5@gmail.com) og við sjáum hvort við vitum um laust pláss í einkabíl.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla okkar stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og taka slaginn með strákunum okkar.