Tindastóll-KR leikur 4

Nú er komið að leik fjögur í úrslitaseríunni um Íslandsmeistaratitilinn. KR leiðir einvígið 2-1 en allt er opið enn.
Tindastólsstrákar ætla sér að mæta klárir í slaginn á miðvikudaginn og sigra KR-ingana til að kríja fram oddaleik í DHL-höllinni.
Í síðasta heimaleik voru um 900 áhorfendur og stemningin gjörsamlega trufluð og af slíkri upplifun má enginn missa. Forsala aðgöngumiða frá 17.00 og verðum með til sölu  rjúkandi heita  pizzu frá Ólafsshúsi frá 18.15. Mætum tímanlega og höfum gaman saman og styðjum hressilega við bakið á strákunum.
Fjölmennum í Síkið á miðvikudaginn og styðjum okkar lið!
Áfram Tindastóll!!!!