Fréttir

Stórleikur Í KVÖLD!

Það verða stálin stinn í Síkinu í kvöld þegar fram fer viðureign Tindastóls og KFÍ frá Ísafirði í Domino's deildinni. Barátta krókódíla við ísbirni, þetta verður eitthvað!
Lesa meira

Áframhaldandi fjölliðamót yngri flokkanna um helgina

Nú eru fjölliðamótin komin á fullt og um síðustu helgi tóku fjögur lið frá Tindastóli þátt í fyrstu umferð þeirra. Nú er komið að 10. flokki karla, 9. flokki stúlkna og 7. flokki karla auk þess sem unglingaflokkur karla spilar á föstudagskvöldið.
Lesa meira

Afrakstur helgarinnar hjá yngri flokkunum

Alls kepptu fimm yngri flokkar í Íslandsmótinu um helgina. Árangurinn upp og ofan eins og gengur, en hér er yfirlit og umfjöllun um það helsta, sem þjálfarar hafa sent inn.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningar í Vetrar TÍM

Nú er búið að opna fyrir skráningar í Vetrar TÍM kerfi sveitarfélagsins, en þangað inn þarf að skrá alla iðkendur yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar.
Lesa meira

Fyrsti sigur vetrarins hjá Tindastól

Tindastóll náði að rífa sig í gang og landa góðum sigri í fyrsta leik Lengjubikarsins, 79 – 66, gegn áhugaverðu liði Fjölnis.
Lesa meira

Tindastóll tekur á móti spútnikliði Fjölnis

Tindastóll tekur á móti Fjölni í Lengjubikarnum á morgun sunnudag kl. 19.15. Fjölnismenn hafa farið mikinn í upphafi Íslandsmótsins á meðan okkar menn hafa verið að hiksta aðeins.
Lesa meira

Mikið um að vera um helgina

Það verður í mörg horn að líta hjá körfuknattleiksiðkendum Tindastóls um helgina. Alls spila hin ýmsu lið okkar 16 leiki um helgina og verða þeir leiknir á Sauðárkróki, í Stykkishólmi, Reykjavík, Garðabæ og Njarðvík.
Lesa meira

Tap fyrir KR

Tindastólstrákarnir töpuðu fyrir KR-ingum í kvöld með 21 stigi. 90-69 voru lokatölur. Okkar menn ekki dottnir í gírinn ennþá.
Lesa meira

Stórleikur í kvöld í DHL-höllinni

Tindastólsmenn heimsækja þá Gústa Kára og Palla Kolbeins og félaga í DHL-höllina í kvöld í annarri umferð Domino's deildarinnar. Bæði lið töpuðu fyrstu leikjum sínum og eru væntanlega staðráðin í að bæta fyrir það.
Lesa meira

Króksamótið 3. nóvember

Króksamótið, minniboltamót Tindastóls, verður haldið laugardaginn 3. nóvember. Um dagsmót er að ræða þar sem áherslan er lögð á skemmtun og fjör, en lítil sem engin á úrslit leikja.
Lesa meira