- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Þrír leikir voru spilaðir um helgina hjá yngri aldursflokkunum Unglingráðs kkd. Tindastóls.
Strákarnir í 9.fl. spiluðu tvo heimaleiki á laugardaginn við Breiðablik b. Fyrri leikurinn vannst 62-36 og sá seinni vannst 60-45. Æfingar hófust síðastliðin mánudag með nýjum þjálfara Jaka Siberle, sem kemur frá Slóveníu.
Unglingaflokkur karla spilaði einnig sinn fyrst leik tímabilsins í dag, en þeir fengu Hrunamenn í heimsókn. Lið Tindastóls vann í hörku spennandi leik 83-82. Liðið er ungt en af 12 liðsmönnum á skýrslu eru 9 þeirra að spila upp fyrir sig um flokk. Friðrik Hrafn Jóhannsson og Jan Bezica eru þjálfarar þeirra.
Þrír leikir, þrír sigrar.
ÁFRAM TINDASTÓLL!!!
Tveir aðrir leikir voru einnig á dagskrá fyrr í vikunni en drengjaflokksleikur sem átti að vera á laugardeginum á móti Keflavík frestast til 9. janúar og 10.fl. stúlkna sem átti útileik við Keflavík b var aflýst því lið Keflavík b dróg sig úr keppni sl. fimmtudag.
FRAMUNDAN
Helgina 11.- 12. september spila 7.flokkar sína fyrstu törneringar, strákarnir spila á Akranesi og stelpurnar fá heimatörneringu. 10.fl. kvk. byrjar sitt tímabil á heimaleik á laugardeginum, en þær fá Selfoss/Hrunamenn/Hamar í heimsókn. Á sunnudeginum á Unglingafl. kk. leik í Keflavík.
ÁFRAM TINDASTÓLL!!!
ÁFRAM TINDASTÓLL!!!