Fréttir

Útimótin í frjálsíþróttum að byrja.

Stefanía setti héraðsmet í spjótkasti 15 ára.
Lesa meira

Erfið byrjun heldur áfram í 2.deildinni

Meistaraflokkur karla hélt á Reykjanesið, nánar tiltekið í Vogana, um helgina og lék þar við heimamenn í Þrótt. Skemmst er frá því að segja að okkar drengir biðu ósigur 0-4 en þótt tölurnar gefi annað til kynna voru mikil batamerki á leik liðsins að sögn Guðjóns Arnar Jóhanssonar þjálfara.
Lesa meira

Auka aðalfundur knattspyrnudeildar

Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn á skrifstofu Tindastóls að Víðigrund 5 þann 28. maí nk. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Lesa meira

Brött brekka í byrjun móts

Tindastóll tapaði nú um helgina fyrir Aftureldingu úr Mosfellsbæ í 2.deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 7-2 fyrir Mosfellinga.
Lesa meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Lesa meira

Júdókynning austan Vatna

Grunnskólinn austan Vatna var með íþróttadag fyrir alla nemendur skólans á Sólgörðum í Fljótum í gær. Júdódeild Tindastóls var boðið að vera með júdókynningu í tilefni dagsins en einnig var nemendum boðið upp á sund, ratleik og jóga.
Lesa meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Í kvöld geystust Tindastólsmenn í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, en nú buðu þeir heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Lesa meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í Júdó um helgina þar sem iðkendur frá Júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn.
Lesa meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Lesa meira

Silfur og brons á Íslandsmóti í Júdó

Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík í dag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur.
Lesa meira