- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Á aðalfundi UMF Tindastóls sem haldinn var í gær var nýr formaður og stjórn kosin. Sitjandi formaður, Sigurður Helgi Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa en í stað hans var Jón Kolbeinn Jónsson kosinn formaður.
Með honum í stjórn voru kosin Sigurlína Erla Magnúsdóttir, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, Jóhannes Björn Þorleifsson og Jón Hjörtur Stefánsson. Sigurður Helgi Sigurðsson, Laufey Kristín Skúladóttir og Þorgerður Eva Þórhallsdóttir voru kosin varamenn.
Á fundinum fengu Pétur Rúnar Birgisson, María Finnbogadóttir, Jón Gísli Eyland Gíslason og Andrea Maya Chirikadzi afhenta styrki úr Minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar.
Þá var Gunnar Birni Rögnvaldssyni afhentur starfsbikarinn fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins.
Á fundinum var einnig samþykkt stofnun kraftlyftingardeildar undir merki Tindastóls og er formaður hennar Erna Rut.