Yngriflokka-helgi

Um helgina er mikið um að vera hjá yngri flokkum deildarinnar. 9. flokkur stúlkna heldur til Flúða þar sem þær eiga þrjá leiki í dag en Snæfell dró sig úr keppni svo hægt var að ljúka törneringunni á einum degi. 10. flokkur drengja (Tindastóll/Kormákur) heldur svo í Seljaskóla og spilar törneringu þar, einnig alla leikina í dag. 
Bæði drengjaflokkur og stúlknaflokkur eiga svo leik í Njarðvík í dag, drengjaflokkur í bikar kl:13.30 og stúlknaflokkur í deildinni kl:15.30. 
Á morgun á svo unglingaflokkur leik í Keflavík kl:17.00 og meistaraflokkur kvenna leik í Njarðvík kl:15.00.