Fréttir

Foreldraæfing vorannar

Foreldraæfing vorannar var haldin í gær þar sem iðkendur fengu tækifæri á því að taka foreldra sína í karphúsið og kenna þeim eitthvað í júdó.
Lesa meira

Æfingabúðir hjá Pardusi á Blönduósi

Um helgina stóð Júdófélagið Pardus fyrir æfingabúðum í júdó í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, sem samanstóð af tveimur æfingum sitthvorn daginn. Þátttakendur voru á fimmta tug frá þremur júdófélögum - Júdódeild UMF Selfoss, Júdódeild Tindastóls auk Júdófélagsins Pardusar.
Lesa meira

Pardus í heimsókn og bíóferð

Vinir okkar í Pardusi á Blönduósi kíktu í heimsókn síðast liðinn miðvikudag og tóku þátt í sameiginlegri æfingu áður en allur hópurinn skellti sér á Strumpana í Bifröst.
Lesa meira

Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls

Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls fór fram í húsnæði veitingastaðarins Gott í gogginn í gær. Stjórn Júdódeildarinnar vill þakka öllum sem sáu sér fært að mæta og gera fundinn betri og skemmtilegri.
Lesa meira

Níu kepptu á íslandsmóti yngri flokka í Júdó fyrir hönd Tindastóls

Tindastóll átti níu keppendur á íslandsmóti yngri flokka sem fram fór í Laugabóli, æfingaaðstöðu Ármanns, í Reykjavík í gær. Þetta mót er fyrir ellefu til tuttugu ára og er keppt í þyngdar- og aldursflokkum. Alls tóku 112 keppendur þátt í mótinu frá ellefu júdófélögum.
Lesa meira

Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var hjá Júdófélagi Reykjavíkur í dag.
Lesa meira

Afmælismót JSÍ

Laugardaginn 12. Febrúar var haldið Afmælismót JSÍ i Reykjavík.
Lesa meira

Jólamót Júdódeildar Tindastóls 2016

Í dag var hið árlega Jólamót Júdódeildar Tindastóls haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttakendur voru 22 frá þriggja ára aldri upp í sextán ára. Hart var barist undir hvatningu foreldra og gesta sem létu ekki jólaösina slá þennan viðburð út af dagskránni.
Lesa meira

Foreldraæfing vel sótt

Júdódeildin stendur fyrir foreldraæfingu á hverri önn þar sem foreldrar, systkini og vinir fá tækifæri á því að æfa með iðkendum.
Lesa meira

Sjö norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Norðurlandsmótið í Júdó var haldið á Blönduósi í dag þar sem ríflega áttatíu keppendur frá Draupni á Akureyri, Pardusi á Blönduósi og Júdódeild Tindastóls öttu kappi.
Lesa meira