Afmælismót JSÍ

júdókapparnir sáttir eftir mót.
júdókapparnir sáttir eftir mót.

Laugardaginn 12. febrúar var haldið Afmælismót JSÍ i Reykjavík.

Júdódeild Tindastóls átti þrjá keppndur á mótinu. Voru það Þorgrímur Svavar Runólfsson, Viktor Darri Magnússon og Magnús Elí Jónsson. Mótið var mjög skemmtilegt og mótshald mjög gott. Sáust þar margar góðar glímur og okkar menn þurftu alveg að hafa fyrir hlutunum og komu þeir heim með tvo silfurpeninga sem Viktor Darri og Þorgrímur Svavar lönduðu.