Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls

Frá Vormóti Júdódeildar Tindastóls 2016.
Mynd Jón Hörður Elíasson.
Frá Vormóti Júdódeildar Tindastóls 2016.
Mynd Jón Hörður Elíasson.

Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls fór fram í húsnæði veitingastaðarins Gott í gogginn í gær. Stjórn Júdódeildarinnar vill þakka öllum sem sáu sér fært að mæta og gera fundinn betri og skemmtilegri.

Á fundinum voru skýrsla formanns og endurskoðaðir reikningar fyrir árið 2016 samþykktir mótþróalaust en einni spurningu varðandi uppgjör móta verður svarað sérstaklega hér fyrir neðan.

Ný stjórn var (endur)kjörin og eru það: Einar Örn Hreinsson, formaður, ásamt Helenu Magnúsdóttur, Magnúsi Hafsteini Hinrikssyni, Ingibjörgu Ástu Sigurðardóttur og Jakobi Smára Pálmasyni. Stjórnin mun frekar skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi. Skoðunarmenn reikninga verða enn Ásta Birna Jónsdóttir og Grétar Karlsson.

Það er rétt að þakka endurnýjaðri stjórn og endirskoðendum fyrir góð störf og óska þeim velfarnaðar í áframhaldandi störfum.

Á fundinum kom fram spurning varðandi uppgjör móta, vormóts og jólamóts, sem Júdódeildin stóð fyrir á árinu 2016. Þar sem reikningsyfirlitið sýndi ekki skýrt hverjar heildartekjur og gjöld þessara móta voru hafa upplýsingar varðandi það verið teknar saman í töflunni hér fyrir neðan.

 VormótJólamót
Tekjur umfram gjöld   80.824 kr. -11.550 kr.
Tekjur/Styrkir 161.000 kr.   22.000 kr.
Gjöld   80.176 kr.   33.550 kr.

 

Að lokum vill stjórnin þakka fyrir líflegar umræður á fundinum sem ekki verða tíundaðar frekar hér - en óhætt er að segja að við lítum björtum augum á framtíðina og erum staðráðin í því að efla starf deildarinnar í framtíðinni.