Fréttir

Tap gegn sprækum Njarðvíkingum í gömlu Ljónagryfjunni

Tindastólsmenn komu niður úr skýjunum eftir sigurinn gegn KR þegar þeir mættu spræku liði Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni suður með sjó í gærkvöldi. Hörmulegur annar leikhluti Stólanna setti þá í bobba en strákarnir náðu að jafna og komast yfir með harðfylgi en Njarðvíkingar náðu í framlengingu og þar höfðu heimamenn betur og sigruðu 107-99.
Lesa meira

Stórmót ÍR um helgina

19. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 31. jan. - 1. febrúar og stendur mótið frá kl. 9 - 18 báða dagana. Mótið nú verður það fjölmennasta frá upphafi, en um 800 keppendur eru skráðir til leiks, frá 31 félagi eða sambandi, þar á meðal eru 28 Skagfirðingar.
Lesa meira

Stólarnir lögðu topplið KR í geggjuðum körfuboltaleik í Síkinu

Það var ekkert annað í boði en háspenna lífshætta í Síkinu í kvöld þegar ósigraðir KR-ingar mættu liði Tindastóls. Það var stál í stál allan leikinn og áhorfendur stóðu hreinlega á öndinni síðustu mínúturnar. Það er skemmst frá því að segja að KR-ingar voru ekki lengur ósigraðir þegar leik lauk því Tindastóll hafði betur, 81-78.
Lesa meira

M.fl.karla

Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tindastóli og mun þjálfa m.fl. karla á komandi tímabili. Sigurður sem býr á Sauðárkróki hefur áður þjálfað hjá félaginu og þekkir bæði félagið og leikmennina inn og út.
Lesa meira

Tindastóll-KR

K-Tak býður stuðningsmönnum liðanna frítt á leikinn.
Lesa meira

Þóranna Ósk sigraði í hástökki

Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Reykjavíkurleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík 17. janúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla.
Lesa meira

Grátlegt tap í leik kvöldsins hjá strákunum

Lokatölur 97-95.
Lesa meira

Leikir helgarinnar

Fjórir leikir í yngri flokkum og Króksamót
Lesa meira

Króksamótið 2015

Upplýsingar um lið, riðla og tímasetningar. Mikilvægt að mæta hálftíma fyrir fyrsta leik til að greiða þátttökugjald og fá Króksabol.
Lesa meira

Stólarnir komu úr jólafríi um miðjan þriðja leikhluta gegn Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í kvöld í hörkuviðureign í Síkinu á Króknum. Liðin voru fyrir leik í öðru og þriðja sæti Dominos-deildarinnar en þegar upp var staðið í kvöld voru það heimamenn sem höfðu tryggt stöðu sína í öðru sætinu en lokatölur voru 91-82.
Lesa meira