08.03.2015
Stúlknaflokkur tapaði gegn Breiðablik, 71-45.
Drengjaflokkur vann flottan liðssigur á Haukum 74-62.
Meistaraflokkur karla vann Hauka í æsispennandi leik, 89-86.
Lesa meira
01.03.2015
Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Hafnarfirði 28. febrúar. ÍR-ingar urðu bikarmeistarar, bæði í karla- og kvennaflokki, en Norðlendingar urðu í 3. sæti. Þrír Skagfirðingar kepptu í liði Norðurlands og náðu þau öll sínum besta árangri.
Lesa meira
27.02.2015
Tindastóll tók á móti liði Grindavíkur í gærkvöldi í Dominos-deildinni í körfubolta. Stólarnir virkuðu hálf ráðalausir gegn sprækum gestunum sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu öruggan sigur, 84-94. Var þetta fyrsta tap Tindastóls í Síkinu í vetur og vonandi verða strákarnir fljótir að hrista vonbrigðin af sér.
Lesa meira
25.02.2015
Meistaraflokkur karla tekur á móti Grindavík á morgun kl:19.15. Grindavík hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má því búast við hörkuleik. Mætum og styðjum við bakið á okkar mönnum! Áfram Tindastóll
Lesa meira
23.02.2015
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík helgina 21. -22. febrúar. Keppendur voru um 250, þar af voru 12 Skagfirðingar, sem unnu til 10 verðlauna, 2 gull, 3 silfur og 5 brons.
Lesa meira