Fréttir

Orðsending til stuðningsmanna TIndastóls

Lesa meira

Pieti og Harri leystir undan samningi

Lesa meira

Hörmuleg byrjun Stólanna var dýrkeypt gegn Haukum

Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Lesa meira

Sterkur sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik vetrarins

Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Lesa meira

Landsliðsfólkið okkar

Pétur Rúnar, Viðar og Linda Þórdís hafa verið fulltrúar yngri landsliða Íslands í sumar.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram helgina 25.-26. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,63m. Lið UMSS vann til 5 verðlauna á mótinu, 1 gull, 3 silfur og 1 brons.
Lesa meira

MÍ - aðalhluti í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fer fram á Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí. Allt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í keppninni, þar á meðal 7 Skagfirðingar.
Lesa meira

Akureyrarmót UFA 18.-19. júlí

UFA býður til Akureyrarmóts í frjálsíþróttum á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19. júlí. Mótið er fyrir alla aldursflokka. Skráðir keppendur eru um 120, þar af eru 23 Skagfirðingar.
Lesa meira

Góður árangur á Sumarmóti UMSS

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum var haldið sunnudaginn 12. júlí. Keppendur voru frá 12 ára aldri upp í fullorðinsflokka. Góður árangur náðist og er þar helst að nefna, að Daníel Þórarinsson UMSS stórbætti sinn fyrri árangur í 100m, 200m og 400m hlaupum.
Lesa meira

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 12. júlí og hefst það kl. 13:00. Keppt verður í 100m og 200m hlaupum, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti. Mótið er opið öllum 12 ára og eldri.
Lesa meira