Fréttir

Njarðvíkingar slógu Tindastól út úr Powerade-bikarnum

Tindastólsmenn féllu úr leik í Poweradebikarnum í gærkvöldi þegar strákarnir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Leikurinn var æsispennandi en slakur lokakafli Stólanna reyndist dýrkeyptur. Haukur Helgi Pálsson setti niður þrist þegar tvær sekúndur voru eftir og þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Stólunum ekki að jafna. Lokatölur 66-63.
Lesa meira

Orðsending til stuðningsmanna TIndastóls

Lesa meira

Pieti og Harri leystir undan samningi

Lesa meira

Hörmuleg byrjun Stólanna var dýrkeypt gegn Haukum

Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Lesa meira

Sterkur sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik vetrarins

Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Lesa meira

Landsliðsfólkið okkar

Pétur Rúnar, Viðar og Linda Þórdís hafa verið fulltrúar yngri landsliða Íslands í sumar.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram helgina 25.-26. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,63m. Lið UMSS vann til 5 verðlauna á mótinu, 1 gull, 3 silfur og 1 brons.
Lesa meira

MÍ - aðalhluti í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fer fram á Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí. Allt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í keppninni, þar á meðal 7 Skagfirðingar.
Lesa meira

Akureyrarmót UFA 18.-19. júlí

UFA býður til Akureyrarmóts í frjálsíþróttum á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19. júlí. Mótið er fyrir alla aldursflokka. Skráðir keppendur eru um 120, þar af eru 23 Skagfirðingar.
Lesa meira

Góður árangur á Sumarmóti UMSS

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum var haldið sunnudaginn 12. júlí. Keppendur voru frá 12 ára aldri upp í fullorðinsflokka. Góður árangur náðist og er þar helst að nefna, að Daníel Þórarinsson UMSS stórbætti sinn fyrri árangur í 100m, 200m og 400m hlaupum.
Lesa meira