Jóhann Björn Sigurbjörnsson

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastól, var valinn „Íþróttamaður Skagafjarðar 2013“.
Lesa meira

Gleðileg jól

Frjálsíþróttadeild Tindastóls sendir Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Varmahlíð miðvikudaginn 18. desember og hefst það kl.16:30. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira

Rækjur til hátíðanna

Frjálsíþróttaiðkendur í Skagafirði eru að safna fyrir ferð á Gautaborgarleikana. Nú eru boðnar lúxusrækjur á kr. 2000 / kg. Tekið er við pöntunum til 10. desember.
Lesa meira

Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir voru útnefnd „Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum. Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára.
Lesa meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks

Frjálsíþróttaráð UMSS og Frjálsíþróttadeild UMFT halda uppskeruhátíð sína sunnudaginn 24. nóvember og hefst hún kl. 18 í Hátíðasal FNV.
Lesa meira

Safna fyrir Gautaborgarferð

Frjálsíþróttaunglingarnir í UMSS ráðgera keppnisferð á Gautaborgarleikana næsta sumar. Í fjáröflunarskyni efna þau til kökubasara föstudaginn 22. nóvember á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Lesa meira

Skagfirðingar sigruðu í 4 greinum

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. nóvember. Metþátttaka var á leikunum og kepptu alls 772 börn og unglingar frá 29 félögum og samböndum. Skagfirðingar stóðu sig mjög vel, unnu sigur í 4 greinum og voru alls 12 sinnum í verðlaunasætum.
Lesa meira

Úrvalshópur unglinga FRÍ

Frjálsíþróttasambandið hefur birt nýjan lista yfir “Úrvalshóp unglinga 15-22 ára”. Í hópnum er alls 91 unglingur, þar á meðal eru nú sjö Skagfirðingar.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

“48. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum” fór fram í Reykjavík helgina 31. ágúst og 1. september. Lið ÍR bar sigur úr býtum í fimmta sinn í röð. Norðlendingar sendu sameiginlegt lið, skipað íþróttafólki úr UMSS, UFA, UMSE og HSÞ, og varð liðið í 3. sæti.
Lesa meira