Jólamót UMSS í frjálsíþróttum 2016

fór fram í Íþróttahúsinu í Varmahlíð mánudaginn 19. desember.
Lesa meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks 2016

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin á Sauðárkróki laugardaginn 19. nóvember.
Lesa meira

Íþróttamaður Skagafjarðar 2015

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona úr Tindastól, hlaut sæmdarheitið „Íþróttamaður Skagafjarðar 2015“, og hún var einnig valin „Íþróttamaður Tindastóls 2015“. Þetta var tilkynnt í hófi sem UMSS hélt 27. desember.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram helgina 25.-26. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,63m. Lið UMSS vann til 5 verðlauna á mótinu, 1 gull, 3 silfur og 1 brons.
Lesa meira

MÍ - aðalhluti í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fer fram á Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí. Allt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í keppninni, þar á meðal 7 Skagfirðingar.
Lesa meira

Akureyrarmót UFA 18.-19. júlí

UFA býður til Akureyrarmóts í frjálsíþróttum á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19. júlí. Mótið er fyrir alla aldursflokka. Skráðir keppendur eru um 120, þar af eru 23 Skagfirðingar.
Lesa meira

Góður árangur á Sumarmóti UMSS

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum var haldið sunnudaginn 12. júlí. Keppendur voru frá 12 ára aldri upp í fullorðinsflokka. Góður árangur náðist og er þar helst að nefna, að Daníel Þórarinsson UMSS stórbætti sinn fyrri árangur í 100m, 200m og 400m hlaupum.
Lesa meira

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 12. júlí og hefst það kl. 13:00. Keppt verður í 100m og 200m hlaupum, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti. Mótið er opið öllum 12 ára og eldri.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, en hún varð í 2. sæti í spjótkasti 12 ára stúlkna, kastaði 24,13 m.
Lesa meira

Frjálsíþróttalandsliðið í Evrópukeppni

Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 20.-21. júní, í 2. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Stara Zagora í Búlgaríu. Skagfirðingar eiga einn fulltrúa í íslenska liðinu nú, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var valin til keppni í hástökki kvenna.
Lesa meira