Akureyrarmót UFA 18.-19. júlí


UFA býður til Akureyrarmóts í frjálsíþróttum á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19. júlí.

Mótið er fyrir alla aldursflokka.  Yngsti flokkurinn, 9 ára og yngri, keppir í „þrautabraut að hætti þjálfara UFA“, en þau eldri keppa í hefðbundnum keppnisgreinum, eins og sjá má í meðfylgjandi tengli.

Skráðir keppendur eru um 120, þar af eru 23 Skagfirðingar í UMSS.

Tímaseðil, keppendalista og úrslit ("í beinni") má sjá HÉR !