Fótboltafréttir

Leikurinn verður á fimmtudaginn kl:18:00

Búið er að færa leikinn til fimmtudags og byrjar hann klukkan 18:00. Mikilvægur leikur hjá strákunum og vonumst við eftir að sjá sem flesta styðja strákana í leiknum. Þróttur er í 10.sæti deildarinnar en okkar strákar eru í 9.sæti svo þinn stuðningur skiptir máli. Mætum á völlinn og styðjum strákana. Áfram Tindastóll
Lesa meira

Fínn sigur á Völsungi

Læti voru á Mærudögum þegar Tindastóll heimsótti Völsung í 13.umferð. Tindastóll skoraði þrjú mörk, Völsungur skoraði tvö mörk og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Flottur sigur en næsti leikur verður heimaleikur á fimmtudaginn gegn Þrótti.
Lesa meira

Góður sigur gegn Leiknismönnum

Tindastóll tók á móti Leikni á Sauðárkróksvelli en þetta var fyrsti leikur seinni umferðar. Fyrri viðureign þessara liða endaði með 1 – 1 jafntefli á gervigrasvellinum í Breiðholtinu.
Lesa meira

Tap á Ísafirði

Tindastóll tapaði í kvöld gegn BI/Bol á Ísafirði, lokatölur 2-0. Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu en þær ætla að reynast okkur erfiðar í sumar. Seinna markið kemur eftir að við missum boltann klaufalega og þeir refsa okkur. Næsti leikur er heimaleikur gegn Leikni. Nú bara að rífa sig upp og gera betur næst.
Lesa meira

Sigur í gær

Annar heimaleikur tímabilsins var í gær og unnu strákarnir glæsilegan 2-1 sigur á liðinu í 2.sæti deildarinnar. Fín stemmning myndaðist í stúkunni og áhorfendur skemmtu sér konunglega í rigningunni í gær. Næsti heimaleikur er um helgina þegar Leiknismenn koma í heimsókn. En sá leikur verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Leikur í kvöld

10.umferð 1.deildar fer fram í dag. Haukar úr Hafnafirði koma í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Leikurinn hefst kl:19:15 og vonumst við eftir að sjá sem flesta á vellinum og hvetja okkar stráka áfram. Mætum rétt búin og skemmtum okkur á vellinum í kvöld. Áfram Tindastóll
Lesa meira

« Headline »

Lesa meira

Jafntefli í Víkinni

Tindastóll mætti Víking á föstudaginn síðasta. Um var að ræða leik í 9.umferð 1.deildar. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði fyrir okkar menn eftir góða uppbyggingu frá Edda og Beattie. Eftir leikinn eru okkar menn með 8.stig í þriðja neðsta sæti. Næsti leikur er heimaleikur gegn Haukum á föstudaginn
Lesa meira

ÍR engin fyrirstaða

Tindastólsstúlkur mættu á Hertz völlinn 3. júlí síðastliðinn og tóku þaðan með sér 3 stig og 6 mörk.
Lesa meira

Úrslit Landsbankamótsins

Landsbankamótið er á enda og þökkum við gestum og þeim fjölmörgu sem komu að mótinu og gerðu þetta að veruleika. Mótið tókst mjög vel og flestir fóru glaðir heim frá Sauðárkróki. Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Lesa meira