Fótboltafréttir

M.fl. karla og kvenna

M.fl. karla og kvenna í eldlínunni um helgina. Bæði liðin leika mikilvæga leiki.
Lesa meira

M.fl.karla

Tindastóll og Dalvík/Reynir léku æfingaleik í Boganum á Akureyri í kvöld. Dalvík/Reynir komst yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í hálfleik. Á stuttum kafla í snemma í seinni hálfleik skoruðu Tindastólsmenn þrjú mörk og bættu síðan því fjórða við í hálfleiknum. Úrslit leiksins urðu því 1-4 fyrir Tindastól. Mörk Tindastóls skoruðu þeir Bjarki Már, Fannar Örn, Benjamín og Óskar Smári. Lið Tindastóls: Sævar, Ingvi Hrannar, Hallgrímur, Bjarki Már, Alex, Guðni Þór, Konráð Freyr, Róbert, Óskar Smári, Benjamín og Fannar Örn.
Lesa meira

Framhalds aðalfundur

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 12.febrúar kl. 20:00 í vallarhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Lesa meira

M.fl.karla

Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tindastóli og mun þjálfa m.fl. karla á komandi tímabili. Sigurður sem býr á Sauðárkróki hefur áður þjálfað hjá félaginu og þekkir bæði félagið og leikmennina inn og út.
Lesa meira

M.fl.kvenna í knattspyrnu

Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara fyrir m.fl. kvenna í knattspyrnu.
Lesa meira

M.fl.karla

Það viðraði vel til knattspyrnuiðkunar á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag þegar Selfoss tók á móti Tindastól í 1. deild karla.
Lesa meira

M.fl.karla

1.deild karla 5.júní á Akureyri Heimamenn í KA sigruðu Tindastól örugglega 4-0 á KA-velli í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og var mikill hiti í leiknum. Þar sem sjö gul og eitt rautt litu dagsins ljós. KA menn voru ekki lengi að komast yfir í leiknum. Strax á 8.mínútu fékk Stefán Þór Pálsson boltann í vítateignum og skaut föstu skoti uppi í þaknetið og staðan því 1-0 fyrir KA. Þetta var fyrsta mark Stefáns fyrir KA en hann er í láni frá Breiðabliki. Á 20 mínútu varð svo umdeilt atvik. Stefán Þór Pálsson var að sleppa í gegn þegar Kári Eiríksson tók hann niður. Hann slapp með gult en það má deila um hvort rautt spjald hefði verið réttur dómur. Aðeins 10 mínútum síðar fékk Kári Eiríksson sitt annað gula spjald og þurftu gestirnir að leika manni færri í 60 mínútur. KA menn héldu áfram að sækja en náðu ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar flautað var til leikhlés. Heimamenn héldu svo áfram að sækja og á 64.mínútu kom annað mark þeirra. Hallgrímur Mar skoraði þá eftir mistök í vörn gestanna. Tveimur mínútum síðar fengu heimamenn svo víti þar sem Hallgrímur Mar var aftur á ferðinni og skoraði. Staðan því orðinn 3-0 fyrir heimamenn. Úlfar Valsson skoraði svo seinasta mark heimamanna með skalla eftir góðan undirbúning frá Hallgrími Mar, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir KA. Lokatölur 4-0 og sannfærandi sigur heimamanna staðreynd. Eftir leikinn er KA í 8.sæti með þrjú stig en Tindastóll í því neðsta með tvö stig. ( fotbolti.net )
Lesa meira

M.fl.karla

Fimm leikmenn okkar hafa skrifað undir samningvið knattspyrnudeildina. Þetta eru þeir Fannar Freyr Gíslason, Óskar Smári Haraldsson,Ivar Guðlaugur Ívarsson, Kirstinn J. Snjólfsson og Björn Anton Guðmundsson. Það var Snorri Geir Snorrason formaður m.fl. ráðs karla sem skrifaði undir f.h. deildarinnar.
Lesa meira

M.fl.kvenna

Á föstudaginn kl. 19:00 hefst úrslitaleikur lengjubikars í C deild kvenna. Þareigast við KR og Tindastóll. Leikurinn verður leikinn á KR velli, hvernig sem á því stendur...
Lesa meira

M.fl.karla

Markvörðurinn tvítugi Anton Ari Einarsson hefur gengið í raðir Tindastóls í 1. deildinni en hann kemur á lánssamningi frá Val. Anton gekk nýlega í raðir Vals frá Aftureldingu þar sem hann var aðalmarkvörður í fyrra. Fyrr í vetur var hann á Englandi í nokkrar vikur þar sem hann æfði með bæði Manchester City og Bolton Wanderers. Sebastian Furness sem upphaflega átti að verja mark Tindastóls í 1. deildinni í sumar en hann kom ekki til landsins af persónulegum ástæðum. Tindastóli er spáð neðsta sæti í 1. deild en liðið leikur gegn BÍ/Bolungarvík í fyrstu umferð á laugardag.
Lesa meira