Tindastóll sigraði Þrótt nokkuð örugglega

Einstaklega góður DJ hitaði liðið upp fyrir leik, Geirmundur, Pittbull, Swedish House Mafia og Karlakórinn Heimir svo eitthvað sé nefnt fengu að hljóma fyrir leik.  

Já heldur betur skemmtilegur leikur í gær. Fyrri hálfleikurinn var þó rólegur en hættulegustu færin komu frá strákunum i hvítu en mörkin létu á sér standa í fyrri hálfleik. 

Seinni háfleikur var flottur og skemmtilegur. Rodrigo "Mudo" Morin klíndi fimmunni í netið af 25.metra færi og kom okkar mönnum í 1-0 eftir 50.mínutna leik. 

Jordan "J" Branco kom með eitt ekki síðra 17.mín seinna af 25.metrunum líka

Christopher "Chris" Tsonis batt síðan endahnútinn á magnaða sókn heimamanna þegar 7.mínutur voru eftir af leiknum. 

Falleg spilamennska og verður enginn svikinn að mæta á leiki hjá Tindastól. 

Næsti leikur er erfiður leikur gegn Grindavík. Ekki fór vel síðasti leikur okkar gegn þeim, en með góðum stuðningi Skagfirðinga er allt hægt. 

Mætum og styðjum strákana á Sauðárkróksvelli 8.ágúst. 

Hérna er hægt að sjá svipmyndir og mörkin úr leiknum í gær