- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastólslagið
Komið þið sæl. Hér á Sauðárkróksvelli er enn einn stórleikurinn í gangi hjá hinu skemmtilega liði Tindastóls. Þeir heimamenn hafa sótt nær látlaust allan þennan leik, hvert skotið á fætur öðru hefur dunið á marki andstæðingana sem sannarlega hafa ekki séð til sólar í leiknum. Tindastólsmenn eru í stórsókn, það kemur hörkuskot, markmaðurinn ver, ótrúlega, slær boltinn út á völlinn þar sem leikmenn Tindastóls ná honum aftur og byggja upp sókn. Boltinn fer útá vinstri kantinn, gengur þarna manna á milli og nú kemur gullfalleg sending fyrir markið og þar kemur einn leikmaður Tindastóls eins og elding og skorar efst í markhornið, þetta er mark, þetta er mark og Tindastóll hefur skorað fimmta mark sitt í leiknum, þeir hafa gulltryggt sigurinn og þetta er hreint ótrúlegt lið, ótrúlegt lið, þetta skal ég segja ykkur, þetta er fótbolti.
Stóllinn, Stóllinn, Stóllinn, Tindastóll
Stóllinn, Stóllinn, Stóllinn, Tindastóll
Þeir sem besta boltann spila
búa enn á Sauðárkrók.
Aldrei hika, aldrei bila
æfa í slyddu, æfa í roki
æfa í regni, æfa í sól
Já, upp á topp með Tindastól.
Andstæðinga alla baka
ekki dugir hik né droll.
Undir núna allir taka
áfram Tindastóll.
Einn er lipur annar fljótur
einn í sókn og hinn í vörn.
Himnaskalli, skorinfótur
skyttubani, markmannsbrjótur
hræðist engin illskufól
Já, upp á topp með Tindastól.
Andstæðinga alla baka
ekki dugir hik né droll.
Undir núna allir taka
áfram Tindastóll.
Áhorfendur okkur styðja
enda þarf hér mikið til.
Vel að hvetja, viljum biðja
verður okkar sigur stór
á Skagafjörðinn skín við sól
Já, uppá topp með Tindastól.
Þeir sem besta boltann spila
búa enn á Sauðárkrók.
Aldrei hika, aldrei bila
æfa í slyddu, æfa í roki
æfa í regni, æfa í sól
Já, upp á topp með Tindastól.
Áhorfendur okkur styðja
enda þarf hér mikið til.
Vel að hvetja, viljum biðja
verður okkar sigur stór
á Skagafjörðinn skín við sól
Já, upp á topp með Tindastól.
Eins og fjallavatn, eins og fjallavatn
liðast fram, lækurinn minn
um græna hvamma og berjalautu bláa.
Eins og fjallavatn, eins og fjallavatn
liðast fram, lækurinn minn