Króksmót

Króksmót 6.-7. flokks drengja fer fram 9.-10. ágúst 2025. 

Spilaður er 5 manna bolti. 

Leikir hefjast laugardaginn 9. ágúst um kl. 9 og reiknað með að síðustu leikir verði sunnudaginn 10. ágúst um kl. 15:00. 

Mótsgjöld

Staðfestingagjald liða (ATH per lið, ekki félag) - Staðfestingargjald fyrir hvert lið er 12.000 kr.

Gjaldið er greiðsla fyrir einn fullorðinn einstakling sem fylgir liðinu

Gjaldið dregst ekki frá mótsgjöldum einstaklinga

Skráning tekur gildi þegar búið er að greiða staðfestingargjald liða

Eindagi mótsgjalda Króksmóts drengja er 10. júlí 2025, eftir það munu lið af biðlista verða tekin inn ef því er þannig háttað

Þátttökugjöld keppenda

Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda án gistingar og matar er 17.000 kr

Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda með gistingu og mat er 22.000 kr.

Eindagi þátttökugjalda Króksmóts drengja er 25. júlí 2025.

Félög geta valið hvort allur hópurinn gistir eða eingöngu hluti.

Staðfestinga- og þátttökugjöld verða aðeins endurgreidd ef mótið fellur niður.

Innifalið í þátttökugjaldi:

Kappleikir í tvo daga, mótsgjöf, kvöldvaka og sundferð

Innifalið í gistigjaldi og mat:

Gisting í skólum eða félagsheimilum
Morgunmatur: laugardagur og sunnudagur
Hádegismatur: laugardagur og sunnudagur
Kvöldmatur: laugardagur