M.fl. kvenna komnar á skrið.

Stelpurnar hófu keppnistímabilið sitt sunnudaginn 23. mars með heimaleik í Boganum á Akureyri við Völsung í deildarbikarkeppni KSÍ. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 10 mínúturnar eða þangað til Guðrún Jenný skoraði fyrsta mark leiksins fyrir okkur.
Lesa meira

M.fl.karla

Í dag yfirgáfu þrír leikmenn lið Tindastóls og fengu félagaskipti yfir í önnur lið. Arnar Sigurðsson gekk í raðir Gróttu. Arnar Magnús Róbertsson gekk í raðir KH og síðast en ekki síst yfirgaf Árni Arnarson félagið en hann gekk til liðs við HK. Að missa Árna er afskaplega þungt högg fyrir okkur enda hefur hann leikið stórt hlutverk í liði okkar undanfarin ár. En þegar leikmaður tekur þá ákvörðun að vilja yfirgefa félagið er lítið sem við getum gert.
Lesa meira

M.fl.karla

Fjórir leikmenn skrifuðu í dag undir samning við Tindastól. Þetta er þeir félagarnir Fannar Örn Kolbeinsson, Hólmar Skúlason, Guðni Einarsson og Konráð Freyr Sigurðsson.
Lesa meira

M.fl.karla

Ívar Guðlaugur Ívarsson hefur gengið í raðir Tindastóls og hefur fengið leikheimild frá KSÍ. Ívar er fæddur 1991 og hefur undanfarin ár leikið með KA og Magna. Ívar á að baki 35 leiki með m.fl. Ívar er boðinn velkominn.
Lesa meira

M.fl.karla

Knattspyrnumaðurinn Fannar Freyr Gíslason er orðinn leikmaður Tindastóls eftir smá hlé sem hann tók sér og lék m.a. með liði KA.
Lesa meira

Fundur um aðstöðumál knattspyrnuiðkenda

Fundur um aðstöðumál knattspyrnuiðkenda á Sauðárkróki verður haldinn í Húsi Frítímans fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 Áhugasamir um bætta aðstöðu er hvattir til að mæta á fundinn. Knattspyrnudeild Tindastóls
Lesa meira

M.fl.karla

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls, skrifað var undir samning í gær
Lesa meira

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls:

Undanfarnar vikur hefur stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls skoðað allar hliðar þess að halda liðinu áfram í 1.deild eða hefja leik í 4.deild. Reksturinn hefur verið þungur og ljóst að ekki yrði haldið áfram á sömu braut, við óbreyttar aðstæður. Tindastóll hefur síðustu tvö ár leikið í 1.deild og haldið sæti sínu með sóma. Það hefur verið byggt á ungum og afar efnilegum heimamönnum með tilstyrk erlendra leikmanna auk þess sem lánsmenn hafa styrkt hópinn.
Lesa meira

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn í vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli kl. 20:00 mánudaginn 13. janúar nk. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Lesa meira

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur undanfarna mánuði velt fyrir sér framtíð m.fl. karla hjá félaginu.
Lesa meira