19.05.2013
Tindastóll gerði 1-1 jafntefli gegn Völsung. Liðið er komið með tvö stig eftir tvo leiki. Næsti leikur er á fimmtudaginn gegn Þrótti, en sá leikur er sýndur í beinni á SportTV.
Lesa meira
15.05.2013
Tindastóll sigraði Dalvík/Reyni 5-1 í Boganum í gær. Um var að ræða leik í 2.umferð Borgunarbikarsins. Mörk okkar manna skoruðu Chris Tsonis (2) , Elvar Páll Sigurðsson, Steven Beattie og Atli Arnarson. Dregið verður í hádeginu í dag í 32.liða úrslitum.
Lesa meira
09.05.2013
1.umferðin hófst með leik Leiknis og Tindastólsmanna. Lokatölur 1-1 þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði mark okkar manna. Fín frammistaða og vonandi að strákarnir byggi ofaná þetta fyrir næsta leik.
Lesa meira
08.05.2013
Tindastóll hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil. Elvar Páll Sigurðsson kemur til Tindastóls á lánssamningi, Elvar er bróðir Arnars Sigurðssonar og mun því bætast enn í bræðrahópinn hjá Tindastól. Elvar spilaði á síðasta tímabili með ÍR. Rodrigo Morin er einnig gengin til liðs við Tindastól, en hann kemur úr Háskólanum West Texas A&M, það er einmitt sami skóli og Seb Furness kom frá.
Lesa meira
03.05.2013
Núna eru rétt rúmar tvær vikur í að flautað verður til leiks á Sauðárkróksvelli og bæjarprýðin lítur vægast sagt illa út. Mikill klaki lá á vellinum í langan tíma í vetur og fór klakinn ekki af vellinum fyrr en vinnuvélar voru búnar að brjóta hann af. Hvort þær aðgerðir fóru of seint af stað er erfitt að svara á þessum tímapunkti en ljóst er að við þurfum mikinn hlýindakafla, kraftaverk, nýtt gras... eða gervigras til að geta spilað á grænu grasi í byrjun móts.
Lesa meira
27.04.2013
í kjölfar samninga sem Knattspyrnudeild Tindastóls gerði við JAKO á dögunum mun Tindastóll spila í nýjum búningum þetta keppnistímabilið. Stutt er í fyrsta leik tímabilsins og því ekki seinna vænna en að auglýsa nýja búningin. Ingvi Hrannar, Edvard Börkur og Bjarni Smári tóku sig til og útbjuggu auglýsingu til að kynna nýja búnigin,
Lesa meira
07.04.2013
Í vikunni var undirritaður samstarfssamningur til fjögurra ára á milli Knattspyrnudeildar Tindastóls og JAKO. Tindastóll mun leika í JAKO búningum næstu fjögur árin og á það við alla flokka félagsins.
Lesa meira
07.04.2013
M.fl.karla og m.fl. kvenna töpuðu bæði leikjum sínum í gær 0-3. Leikur strákanna var að sögn mjög dapur og komust þeir aldrei inn í leikinn. Því fór sem fór.
Lesa meira
06.04.2013
Báðir meistaraflokkarnir eiga leik í dag í Lengjubikarnum. Kl. 16:00 leika strákarnir í Reykjavík en mótherjinn er BÍ/Bolungarvík. Kl. 17:00 hefst leikur hjá stelpunum við Hött en sá leikur verður í Boganum á Akureyri.
Lesa meira
01.04.2013
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Eyjólfsson mun leika með Tindastóli í sumar í 1.deildinni. Samningar hafa náðst við félag hans VfL Bochum í Þýskalandi, en það var faðir hans Eyjólfur Sverrisson sem sá um þessa samninga fyrir Tindastól.
Lesa meira