01.07.2013
27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 4.-7. júlí.
Frjálsíþróttakeppnin stendur yfir frá föstudegi til sunnudags og þar keppa 10 Skagfirðingar. Auk keppninnar í frjálsíþróttum, keppir okkar fólk í mörgum öðrum greinum, og skorað er á Skagfirðinga að fjölmenna á Selfoss og hvetja lið UMSS á öllum vígstöðvum um helgina.
Lesa meira
25.06.2013
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Hafnarfirði helgina 22. – 23. júní. Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig mjög vel, og unnu þrenn verðlaun á mótinu.
Lesa meira
14.06.2013
Eins og undanfarin ár rekur UMFÍ frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu í sumar í samstarfi við FRÍ. Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára, verður starfræktur á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi á mismunandi tímum í sumar.
Lesa meira
04.06.2013
"3. Landsmót UMFÍ 50+" verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í umsjá USVS.
Keppt verður í fjölmörgum greinum íþrótta og ýmislegt fleira verður til skemmtunar.
Frjálsíþróttakeppnin verður kl. 14-18 á laugardag, og kl. 10-13 á sunnudag.
Lesa meira
30.05.2013
Frá og með 1. júní verða æfingar Frjálsíþróttadeildar Tindastóls mánudaga til föstudaga kl. 19:00- 21:00.
Lesa meira
28.04.2013
Sumarið nálgast og kominn tími fyrir frjálsíþróttafólk að huga að dagsetningum móta. Tveir hlutar Meistaramóts Íslands, MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga, fara fram á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira
19.04.2013
Látinn er í Gautaborg einn þekktasti frjálsíþróttaþjálfari Svía, Pekka Dahlhöjd.
Hann þjálfaði marga Íslendinga og hélt eftirminnilegt námskeið hér heima á Sauðárkróki 1997.
Lesa meira
17.04.2013
Frjálsíþróttasambandið hefur birt lista yfir þau sem skipa „Afrekshóp FRÍ 15-22 ára 2013“. Alls er 21 einstaklingur í hópnum, meðal þeirra er Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól, sem valinn er vegna afreka sinna í 100m og 200m hlaupum. Unnið er að gerð lágmarka fyrir „Úrvalshóp unglinga FRÍ“ og verður listi yfir hópinn birtur fljótlega.
Lesa meira
11.04.2013
UFA heldur Aprílmót í frjálsíþróttum í Boganum á Akureyri laugardaginn 13. apríl frá kl. 10:45-16:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum frá 9 ára og yngri, upp í karla- og kvennaflokk.
Lesa meira
25.02.2013
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 23.-24. febrúar. Í skagfirska liðinu voru 23 keppendur, en keppendur voru alls um 380 frá 20 félögum og samböndum.
Lesa meira