Frjálsíþróttaskólinn á Sauðárkróki 22. - 26. júlí

 

Eins og undanfarin sumur verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur á nokkrum stöðum á landinu í samstarfi við FRÍ.  Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára, verður á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi, á mismunandi tímum í sumar.

Á Sauðárkróki verður skólinn 22. - 26. júlí undir stjórn Árna Geirs Sigurbjörnssonar.

 

Skólinn er jafnt fyrir krakka sem hafa stundað frjálsíþróttir, og þau sem vilja kynnast íþróttunum.

Hér fá þátttakendur frábæran undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla þá, sem vilja taka virkan þátt í þeirri stórkostlegu hátíð, sem nú fer fram á Höfn í Hornafirði.

 

Innritun í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ lýkur fyrir helgi.

 

Skráðu þig strax HÉR !