Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

 

Eins og undanfarin ár rekur UMFÍ frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu í sumar í samstarfi við FRÍ. Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára, verður starfræktur á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi, á mismunandi tímum í sumar.

 

Á Sauðárkróki verður skólinn 22. – 26. júlí undir stjórn Árna Geirs Sigurbjörnssonar.

 

Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu UMFÍ.