Fréttir

Má bjóða þér kleinur ?

Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, standa fyrir kleinubakstri og sölu til fjáröflunar fyrir ferðasjóðinn. Gengið verður í hús síðdegis á laugardag og boðnar gómsætar kleinur.
Lesa meira

Theódór Karlsson

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir öldunga, fór fram í Laugardalshöllinni 22.-23. febrúar. Theódór Karlsson UMSS varð fjórfaldur Íslandsmeistari, sigraði í öllum stökkgreinum í flokki 35-39 ára.
Lesa meira

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild Tindastóls heldur aðalfund sinn 25. febrúar í Vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar. Baráttan um sigurinn var æsispennandi milli liða Norðlendinga og ÍR-inga.
Lesa meira

MÍ í frjálsíþróttum 11-14 ára

MÍ í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Reykjavík helgina 8.-9. febrúar. Næstum 400 keppendur, frá 19 félögum og samböndum mættu til leiks. Bestum árangri Skagfirðinga náði Guðný Rúna Vésteinsdóttir sem varð í 3. sæti í kúluvarpi 12 ára stúlkna.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík helgina 1.- 2. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,66m, sem er jöfnun á skagfirska héraðsmetinu í kvennaflokki. Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann silfur í 60m hlaupi og Guðjón Ingimundarson silfur í 60m grindahlaupi.
Lesa meira

Glæsilegur sigur Jóhanns Björns

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól, heldur áfram að bæta árangur sinn. Nú sigraði hann glæsilega í 60 m hlaupi á Reykjavíkurleikunum og náði besta tíma Íslendings í 5 ár.
Lesa meira

Góður árangur á MÍ 15-22 í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík 11.-12. janúar. ÍR-ingar áttu langfjölmennasta liðið og sigruðu með yfirburðum í stigakeppninni. Skagfirðingar stóðu sig vel að vanda.
Lesa meira

Gleðilegt ár !

Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar íþróttafólki sínu, fjölskyldum þeirra og Skagfirðingum öllum, gæfu og gengis á nýju ári. Kærar þakkir til ykkar fyrir gott starf og stuðning á gamla árinu.
Lesa meira

Jóhann Björn Sigurbjörnsson

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastól, var valinn „Íþróttamaður Skagafjarðar 2013“.
Lesa meira