Fréttir
20.05.2014
Vormót HSK fór fram á Selfossi laugardaginn 17. maí. Meðal keppenda var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Tindastól, sem sigraði í 100m og 400m hlaupum og bætti sinn fyrri árangur í báðum greinum.
Lesa meira
Fréttir
18.05.2014
Sunnudaginn 18. maí vígðu Hafnfirðingar nýtt og glæsilegt frjálsíþróttahús í Kaplakrika. Nýja húsið mun létta ofurálagi af höllinni í Laugardal og verða frábær viðbót fyrir frjálsíþróttalífið í landinu. Við sendum FH-ingum innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Lesa meira
Fréttir
26.04.2014
Keppnistímabilið í frjálsíþróttum utanhúss er hafið. Því er ástæða til að huga að tímasetningum stórmóta sumarsins.
Skoðið mótaskrána.
Lesa meira
Fréttir
23.04.2014
Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllu íþróttafólki gæfu og gengis á komandi sumri.
Stuðningsmenn allir eru kallaðir til leiks. Þið veitið kraftinn sem öllu máli skiptir. Áfram Tindastóll !
Lesa meira
Fréttir
19.04.2014
Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllum Skagfirðingum gleðilegra páska og biður um stuðning við starfið í sumar.
Lesa meira
Fréttir
04.04.2014
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Vallarhúsinu á Sauðárkróki. Fjallað verður um framkvæmd keppni í frjálsíþróttum á ULM 2014, sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.
Lesa meira
Fréttir
27.03.2014
Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ" í kvöld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira
Fréttir
22.03.2014
Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið á Húsavík 20.- 22. júní í sumar. Kynningarfundur verður haldinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. mars.
Lesa meira
Fréttir
07.03.2014
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls fór fram 25. febrúar.
Sigurjón Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar, eins og Guðrún Ottósdóttir gjaldkeri og Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi. Eiður Baldursson gekk úr stjórn, og voru honum þökkuð góð störf fyrir deildina. Margrét Arnardóttir kemur inn sem tengiliður við foreldra yngri barna.
Lesa meira
Fréttir
28.02.2014
Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, standa fyrir kleinubakstri og sölu til fjáröflunar fyrir ferðasjóðinn. Gengið verður í hús síðdegis á laugardag og boðnar gómsætar kleinur.
Lesa meira