Fréttir

Aðalfundur

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar og hefst hann kl. 20. Fundurinn verður haldinn að Víðigrund 5 á Sauðárkróki.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

Bikarkeppni FRÍ var háð laugardaginn 16. febrúar. Norðlendingar úr UMSS, UMSE, UFA og HSÞ tefldu fram sameinuðu liði. FH-ingar, sigurvegarar síðasta árs, urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir ÍR-ingum, - og Norðlendingum sem náðu sínum besta árangri frá upphafi.
Lesa meira

UMSS T-bolirnir

Rauðir T-bolir með merki UMSS eru komnir í sölu hjá Tískuhúsinu á Sauðárkróki. Keppnisbúningarnir eru einnig til sölu þar.
Lesa meira

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss

Aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 9. og 10. febrúar. Jóhann Björn Sigurbjörnsson setti á mótinu nýtt skagfirskt héraðsmet í 200m hlaupi innanhúss.
Lesa meira

Keppnisbúningar UMSS

Tískuhúsið á Sauðárkróki hefur tekið að sér umboðssölu á keppnisbúningum UMSS í frjálsíþróttum. Nánari upplýsingar....
Lesa meira

4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára nú um helgina. Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust, auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.
Lesa meira

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fer fram í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Skráðir keppendur eru 230, þar af 22 Skagfirðingar.
Lesa meira

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Lesa meira

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

Stórmót í frjálsíþróttum

Keppnistímabilið í frjálsíþróttum innanhúss er nú að byrja fyrir alvöru. MÍ í fjölþrautum fer fram nú um helgina, 12.-13. janúar, og síðan rekur hver stórviðburðurinn annan. Öll stærri mótin fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík.
Lesa meira