17.08.2013
"Þristurinn", frjálsíþróttakeppni fyrir 11-15 ára, milli liða frá UMSS, USAH og USVH, fór fram á Blönduósvelli 14. ágúst. Austur-Húnvetningar sigruðu í heildarstigakeppninni, Skagfirðingar urðu í 2. sæti og Vestur-Húnvetningar í 3. sæti.
Lesa meira
12.08.2013
"Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára" fór fram í Kópavogi helgina 10.-11. ágúst. Skagfirðingar lönduðu 6 Íslandsmeistaratitlum og unnu alls til 22 verðlauna.
Lesa meira
07.08.2013
"16. Unglingalandsmót UMFÍ" var haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir fremur kalda og vindasama daga, gekk mótið vel fyrir sig og þátttakendur skemmtu sér vel.
Lesa meira
02.08.2013
"Unglingalandsmót UMFÍ" er haldið um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði. Mótið er vímulaus skemmtun ungmenna með fjölbreyttri íþróttakeppni, sem hefur fyrir löngu sannað sig sem vinsælasta útihátíðin fyrir unglinga um verslunarmannahelgina.
Lesa meira
29.07.2013
Aðalhluti „Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum 2013“ fór fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Keppendur voru um 150, þar af 5 frá UMSS. Björn Margeirsson varð í 2. sæti í 1500m hlaupi og Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 100m hlaupi.
Lesa meira
26.07.2013
"Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 2013", aðalhluti, fer fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir til leiks.
Lesa meira
20.07.2013
„Eldri“ og yngri Skagfirðingar keppa á frjálsíþróttamótum um helgina.
„MÍ-öldunga“ stendur yfir á Sauðárkróksvelli, og stór hópur unglinga keppir á „Sumarleikum HSÞ“ að Laugum.
Lesa meira
19.07.2013
Tveir hlutar "Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum" fara fram á Sauðárkróksvelli helgina 20. - 21. júlí.
Lesa meira
16.07.2013
Eins og undanfarin ár stendur UMFÍ fyrir frjálsíþróttaskóla á Sauðárkróki. Skólinn stendur nú yfir 22.- 26.júlí, undir stjórn Árna Geirs Sigurbjörnssonar. Skólinn er jafnt fyrir krakka sem hafa stundað frjálsíþróttir, og þau sem viljast kynnast íþróttunum.
Lesa meira
07.07.2013
Veðurguðirnir skeyttu skapi sínu á Landsmótsgestum á Selfossi um helgina. Í frjálsíþróttakeppninni stóðu Skagfirðingar sig vel að vanda. Fríða Ísabel Friðriksdóttir vann til bronsverðlauna í þrístökki kvenna, og sama gerðu ungu strákarnir í 4x100m boðhlaupi karla.
Lesa meira