Fréttir

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Hafnarfirði helgina 22. – 23. júní. Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig mjög vel, og unnu þrenn verðlaun á mótinu.
Lesa meira

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Eins og undanfarin ár rekur UMFÍ frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu í sumar í samstarfi við FRÍ. Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára, verður starfræktur á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi á mismunandi tímum í sumar.
Lesa meira

3. LM UMFÍ 50+ í Vík

"3. Landsmót UMFÍ 50+" verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í umsjá USVS. Keppt verður í fjölmörgum greinum íþrótta og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Frjálsíþróttakeppnin verður kl. 14-18 á laugardag, og kl. 10-13 á sunnudag.
Lesa meira

Æfingar Frjálsíþróttadeildar UMFT

Frá og með 1. júní verða æfingar Frjálsíþróttadeildar Tindastóls mánudaga til föstudaga kl. 19:00- 21:00.
Lesa meira

Mótaskrá sumarsins

Sumarið nálgast og kominn tími fyrir frjálsíþróttafólk að huga að dagsetningum móta. Tveir hlutar Meistaramóts Íslands, MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga, fara fram á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Pekka Dahlhöjd

Látinn er í Gautaborg einn þekktasti frjálsíþróttaþjálfari Svía, Pekka Dahlhöjd. Hann þjálfaði marga Íslendinga og hélt eftirminnilegt námskeið hér heima á Sauðárkróki 1997.
Lesa meira

Jóhann Björn

Frjálsíþróttasambandið hefur birt lista yfir þau sem skipa „Afrekshóp FRÍ 15-22 ára 2013“. Alls er 21 einstaklingur í hópnum, meðal þeirra er Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól, sem valinn er vegna afreka sinna í 100m og 200m hlaupum. Unnið er að gerð lágmarka fyrir „Úrvalshóp unglinga FRÍ“ og verður listi yfir hópinn birtur fljótlega.
Lesa meira

Aprílmót UFA

UFA heldur Aprílmót í frjálsíþróttum í Boganum á Akureyri laugardaginn 13. apríl frá kl. 10:45-16:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum frá 9 ára og yngri, upp í karla- og kvennaflokk.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 23.-24. febrúar. Í skagfirska liðinu voru 23 keppendur, en keppendur voru alls um 380 frá 20 félögum og samböndum.
Lesa meira

Frá aðalfundi

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar. Fram kom að gróska er í starfinu og fjárhagslega stendur deildin vel. Sigurjón Viðar Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar.
Lesa meira